Fleiri fréttir

Gefa Reykjavíkurborg Hafmeyjuna

Verslunarmiðstöðin Smáralind hefur tekið ákvörðun um að gefa Reykjavíkurborg höggmyndina Hafmeyjuna eftir Nínu Sæmundsson í höggmyndagarð sem komið verður upp til minningar um formæður íslenskrar höggmyndalistar í Hljómskálagarðinum.

Leitarsvæðið stækkað

Um 80 manns taka nú þátt í leit að íslenskri konu sem hefur verið týnd frá því á laugardagskvöldið.

Erfið leitarskilyrði í Bleiksárgljúfri

Víðtæk leit stendur nú yfir að íslenskri konu í innanverðri Fljótshlíð í Rangárvallarsýslu, þar sem erlend vinkona hennar fannst látin í gær.

Svaf ekki hjá geitungum

Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum.

„Þetta er óásættanlegt og kallar á aðgerðir“

Vinnueftirlitið réðst í rannsókn á tíðni vinnuslysa á síðasta ári og segir hana vera að aukast. Rekstrarstjóri fiskvinnslu á Vestfjörðum segir skýringuna vera þá að skráning hafi batnað.

Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla

Sigurður Ingi Þórðarson er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað.

Fannst látin í Bleiksárgljúfri

Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu.

Aldrei sést meira af höfuðóvini birkisins

Smáfiðrildið birkikemba hefur aldrei verið eins áberandi og í vor. Birki getur farið mjög illa þar sem hún er fjölliðuð. Allt morar í hverfum í austurhluta Reykjavíkur af asparglyttu, stórtækri laufætu. Báðar tegundirnar námu land fyrir um áratug.

Gekk berserksgang í miðbænum

Ráðist var á mann í miðborginni um kvöldmatarleytið og hann sleginn í jörðina. Áverkar hans reyndust ekki alvarlegir en hann vissi hver árásarmaðurinn var.

Lögregla henti sönnunargögnum

Lögreglan fargaði sönnunargögnum tengdum morðinu á Karli Jónssyni sem átti sér stað á Egilsstöðum í maí í fyrra. Þetta kom fram við málflutning í Hæstarétti í gær.

Ráðuneyti brjóta á ríkisjarðarleigjanda

Umboðsmaður Alþingis segir ríkisvaldið hafa margfaldað leigugjald fyrir ríkisjörð án lagaheimildar og hafa brotið málshraðareglu stjórnsýslulaga með því að hafa enn ekki eftir átta ár svarað ítrekuðum óskum ábúandans um að kaupa jörðina.

Nær öllum leikskóladeildum lokað

"Samkvæmt þeim tölum sem ég hef tekið saman verða rúmlega 90 prósent allra leikskóladeilda á öllu landinu lokaðar 19. júní, hafi samningar ekki tekist við leikskólakennara fyrir þann tíma,“ segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda á leikskólum.

Lyfjaskortur getur tafið meðferð

Ríflega 200 misjafnlega mikilvæg lyf eru á biðlista hjá lyfjafyrirtækjum hérlendis. Lyf fyrir krabbameinsveika konu hefur ekki verið til frá því um miðjan apríl. Sjúklingar þurfa sjálfir að minna á að láta panta óalgeng lyf.

Húsleit gerð á heimili föðurins

Faðir stúlknanna tveggja sem rænt var í Noregi er grunaður um verknaðinn, en hann var á dögunum ákærður fyrir vanrækslu á börnum sínum.

Lýst eftir Emil Arnari

Lögregla biður þá sem vita hvar Emil heldur til, eða hafa upplýsingar um ferðir hans, að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Nýr meirihluti í Grindavík

Samkomulag er á milli flokkanna að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ.

Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilum

Samningafundum flugvirkja og leikskólakennara var slitið á fimmta tímanum í dag, án árangurs. Vinnustöðvanir eru boðaðar 19. júní næstkomandi.

Fasteignamat hækkar um 7,7%

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7% frá yfirstandandi ári og verður 5.396 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.

Sjá næstu 50 fréttir