Innlent

Gefa Reykjavíkurborg Hafmeyjuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Verkið verður afhent á morgun klukkan 14:00.
Verkið verður afhent á morgun klukkan 14:00.
Verslunarmiðstöðin Smáralind hefur tekið ákvörðun um að gefa Reykjavíkurborg höggmyndina Hafmeyjuna eftir Nínu Sæmundsson í höggmyndagarð sem komið verður upp til minningar um formæður íslenskrar höggmyndalistar í Hljómskálagarðinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Afhendingin fer fram í Hljómskálagarðinum á morgun fimmtudaginn 12. júní kl. 14.00. 

Jón Gnarr tekur formlega á móti Hafmeyjunni í Hljómskálagarðinum á morgun.

Önnur afsteypa Nínu af Hafmeyjunni stóð í Tjörninni fyrir um 55 árum eða frá ágúst 1959 til nýársdags 1960 þegar hún var sprengd í loft upp.

Hafmeyjan er steypt í brons eftir frummynd, sem Nína vann um 1948.

Hugmyndin að listaverkinu er komin frá þjóðsögunni um hafmeyjuna sem sat á kletti í hafinu og lokkaði sjófarendur með söng sínum, þeir hurfu síðan niður í sjávardjúpin í faðmi hennar.

Höggmyndagarðurinn verður opnaður þann 19. júní. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×