Innlent

Vígamenn ráðast á Tikrit

Samúel Karl Ólason skrifar
Íraskir hermenn standa nú vörð víða í landinu.
Íraskir hermenn standa nú vörð víða í landinu. Vísir/AFP
Islamskir vígamenn hafa ráðist á borgina Tikrit í Írak, fæðingarstað Saddams Hussein. Bærinn er einungis 150 kílómetra norður af Bagdad, höfuðborg landsins.

Forsætisráðherra Íraks, Nouri Maliki, hefur heitið því að berjast gegn vígamönnunum og refsa þeim meðlimum öryggissveita sem hafa yfirgefið stöður sínar.

Áður hafa islamistasamtökin ISIS náð tökum á borginni Mosul, en ekki liggur fyrir hverjir standa að baki árásunum á Tikrit, samkvæmt BBC. Þeir hafa fregnir af hörðum bördögum í borginni og jafnvel hefur því verið haldið fram að vígamennirnir hafi náð þar tökum.

Maliki sagði í sjónvarpsávarpi að um samsæri væri að ræða. Ekki lægi þó fyrir hver hefði skipað öryggissveitum í Mosul að yfirgefa stöðvar sínar og dreifa ringulreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×