Fleiri fréttir

Maí heldur áfram að boða sumar

Það hefur löngum verið þannig að maí hefur svikið landann og brugðið til beggja vona. En ekki eru miklar líkur á að sú verði raunin þetta árið.

Tekist á í bæjarstjórn Reykjanesbæjar

Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar vilja spyrja íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum hvort þeir vilji bæta þjónustu heilsugæslunnar í bænum. MInnihlutinn telur spurninguna undarlega leiðandi.

Sérstakt veiðigjald lækkar um 80 prósent

Ef lög um veiðigjöld ná fram að ganga á yfirstandandi þingi mun sérstakt veiðigjald á botnfiskafla lækka um 1.100 milljónir króna. Hreinn hagnaður útgerðarinnar í heild, þegar búið er að greiða af öllum gjöldum var 25.4 milljarðar íslenskra króna árið 2012.

Manngengur bronsjógi í Esjuhlíðum

Sri Chimnoy-miðstöðin hefur nú augastað á nýrri lóð í landi Esjubergs fyrir mannenga risastyttu úr bronsi af jógameistaranum. Lóð við Mógilsá er en í sigtinu sem og skiki í Mosfellsbæ. Breyta á umhverfi styttunnar í garð með tjörnum og gróðri.

Þörf á mun fleiri hjúkrunarrýmum

Borgarstjórn samþykkti í gær að skora á heilbrigðisráðherra að standa við viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg.

Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum

Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem var sagt upp frá Sambíóunum nýverið vegna umræðu um kynbundna verkaskiptingu hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu.

Öryggi sjúklinga í fyrirrúmi

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir langtímaverkefni spítalans snúast um að efla öryggismenningu og bæta gæðastarf. Stærsti hlutinn af því verkefni sé að bæta húsakost og tækjabúnað. 54 prósent af fermetrafjölda spítalans voru byggð fyrir 1970.

Áttu að aðstoða við fjáröflun

Formaður Kjördæmasambands Framsóknar í Reykjavík hafnar því að frambjóðendur hafi átt að skrifa undir sjálfsskuldarábyrgð

Umbúðalaus verslun

„Fólk getur komið með hvaða ílát sem er, svo lengi sem það haldi,“ segir starfsmaður í nýlegri heilsuverslun í Reykjavík, þar sem viðskiptavinir eru hvattir til að koma með sínar eigin umbúðir undir vöruna sem keypt er

Öll spjót beinast að Se & Hør

Rannsókn fer nú fram á því hvort blaðamenn og ritstjórar danska tímaritsins Se & Hør hafi beitt ólöglegum aðferðum við að skoða greiðslukortanotkun og flugferðir þekkra einstaklinga þar í landi. Dómsmálaráðherra landsins segir málið grafalvarlegt ef satt reynist.

Fyrsti alþingismaðurinn í sögu keppninnar

„Við ætlum bara að gera þetta almennilega og standa okkur vel,“ segir Pollapönkarinn Óttarr Proppé, sem í kvöld brýtur að sögn sérfróðra blað í sögu Söngvakeppni evrópskra söngvakeppni með því að vera fyrsti starfandi alþingismaðurinn sem stígur þar á svið.

Stóra lekamálið leyst

Búið er að loka fyrir 50 til 60 lítra á sekúndu leka á neysluvatni í Ólafsvík.

Átján ökumenn óku of hratt

Vöktun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Krisnglmýrarbnrautinni í dag er liður í umferðareftirliti hennar.

Einstæð móðir átti báða vinningsmiðana

Vísir sagði frá því á laugardaginn að tveir hefðu unnið fyrsta vinninginn í Lottóinu það kvöldið en potturinn var þá 84,5 milljónir króna. Hið rétta er að ein kona vann á báða miðana sem hún keypti.

Daníel hættir sem bæjarstjóri

Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins segir betra að nýr maður taki við stjórnun bæjarins. Nýr bæjarstjóri taki við góðu búi og heilbrigðari bæjarsjóði.

Frambjóðendur beðnir að undirrita sjálfsskuldarábyrgð

Mörgum hugmyndum var velt upp til að fjármagna framboð Framsóknarflokksins í borginni áður en listinn var sameinaður flugvallarvinum. Frambjóðendur í efstu sætum voru ekki tilbúnir að skuldsetja sig fyrir listann.

Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum

„Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson.

Betra Sigtún á Vopnafirði

Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn.

Einelti, slagsmál og depurð mest í Garðabæ

„Vorum eitt spurningamerki," segir forstöðukona fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar um niðurstöður könnunar sem birtust í skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir