Innlent

Daníel hættir sem bæjarstjóri

Sveinn Arnarsson skrifar
Ísafjörður fær nýjan bæjarstjóra
Ísafjörður fær nýjan bæjarstjóra vísir/pjetur

Ljóst er að nýr bæjarstjóri mun taka til starfa eftir kosningar í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri eftir kosningar árið 2010 af meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hann bauð fram krafta sína til að leiða lista flokksins í kosningunum í maí en ætlar samt sem áður að hætta sem bæjarstjóri.

Daníel sagði í samtali við fréttablaðið að hans kraftar væru best nýttir í umbreytingarferli og taldi hann best að nýr maður kæmi að stjórnun bæjarins á næsta kjörtímabili. Daníel ætlaði að hefja störf hjá fjölskyldufyrirtækinu á Ísafirði sem stæði í hótelrekstri. 

Ísafjarðarbær var rekinn með um 300 milljóna króna tekjuafgangi árið 2013 samanborið við um 300 milljóna króna halla árið 2011. Þessi umbreyting í rekstri bæjarsjóðs er Daníel afar stoltur af. Hann telji samt sem áður að nú sé lag á að nýr maður taki við og sæki fram. Bæjarsjóður standi vel.

Ný könnun sýnir meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fallinn í Ísafjarðarbæ. Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni yfir til Bjartrar framtíðar á meðan Framsóknarflokkurinn heldur sínum manni inni. Björt framtíð er nú í kappi við tímann um að hnoða saman lista til sveitarstjórnar svo spennan er mikil í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafjarðarbæ.

Arna Lára Jónsdóttir leiðir lista Í-listans og Marzellíus Sveinbjörnsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins eftir að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ákvað að hætta í bæjarstjórn.

Ísafjarðarbær er sameinað sveitarfélag nokkurra þéttbýliskjarna á Vestfjörðum, Þingeyrar, Ísafjarðarbæjar, Súgandafjarðar, Flateyrar, og síðast en ekki síst, Hnífsdals. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.