Innlent

Umbúðalaus verslun

Birta Björnsdóttir skrifar
Í Skeifunni í Reykjavík er rekin lítil verslun með heilsuvörur. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þar eru viðskiptavinir hvattir til að mæta með sínar eigin umbúðir fyrir matvöruna sem keypt er.

„Með stóran part af versluninni getur fólk komið með sínar eigin umbúðir, flöskur og krukkur, og fengið fyllt á," segir Stefán Andri Björnsson, starfsmaður í Uppskerunni.

Stefán segir eigendur verslunarinnar vera bæði með umhverfissjónarmið í huga en einnig segist hann geta boðið viðskiptavinum upp á lægra vöruverð með þessum hætti, þeir greiði jú ekki fyrir neinar umbúðir.

Krydd, baunir, hnetur, rúsínur og sælgæti er meðal þess sem hægt er að kaupa án umbúða í versluninni, já og ólífuolía.

„Fólk getur komið með hvaða ílát sem er, svo lengi sem þau haldi."

Og Stefán segir það ganga nokkuð vel að aðlaga neytendur að þessu nýja verslunarformi, sem er að vissu leyti afturhvarf til fortíðar. Mögulega sé þetta það sem koma skal, aftur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.