Sambíóin draga uppsagnirnar til baka Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. maí 2014 13:16 "Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ sagði Brynja í samtali við Vísi í gær. Uppsagnir tveggja ungra kvenna í Sambíóunum hafa verið dregnar til baka að því er fram kemur í tilkynningu frá bíóinu. Þar segir að uppsagnirnar sem tengdar hafi verið mistökum sem gerð voru í bíóinu við Álfabakka hafi verið dregnar til baka og fyrirhuguðum skipulagsbreytingum innan bíósins hafi verið frestað. Uppsagnir kvennanna, Sesselju Þrastardóttur og Brynju Sifjar Sigurjónsdóttur, hafa vakið talsverða athygli. Báðar höfðu þær verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlega athugasemdir á Facebook. Í kjölfarið fengu þær uppsagnabréf. Meðal þess gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. Í gær var boðað til Sambíógestaverkfalls. Þar var fólk hvatt til þess að sniðganga Sambíóin vikuna 11. til 18. maí. Á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að viðburðurinn var stofnaður skráðu 1200 manns sig á hann. Nú hafa yfir fimm þúsund manns skráð sig.„Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ sagði Brynja í samtali við Vísi í gær. „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“Tryggt eins og kostur er að jafnræði ríki Stjórnendur Sambíóanna biðjast afsökunar á þessum mistökum. Þeir árétta að á næstu dögum verði farið yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins. Í tilkynningu frá þeim í gær sagði að vegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafi í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag hafi Sambíóin tekið upp fyrst íslenskra bíóhúsa. Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins. Tengdar fréttir Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem var sagt upp frá Sambíóunum nýverið vegna umræðu um kynbundna verkaskiptingu hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu. 7. maí 2014 07:15 Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Uppsagnir tveggja ungra kvenna í Sambíóunum hafa verið dregnar til baka að því er fram kemur í tilkynningu frá bíóinu. Þar segir að uppsagnirnar sem tengdar hafi verið mistökum sem gerð voru í bíóinu við Álfabakka hafi verið dregnar til baka og fyrirhuguðum skipulagsbreytingum innan bíósins hafi verið frestað. Uppsagnir kvennanna, Sesselju Þrastardóttur og Brynju Sifjar Sigurjónsdóttur, hafa vakið talsverða athygli. Báðar höfðu þær verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlega athugasemdir á Facebook. Í kjölfarið fengu þær uppsagnabréf. Meðal þess gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. Í gær var boðað til Sambíógestaverkfalls. Þar var fólk hvatt til þess að sniðganga Sambíóin vikuna 11. til 18. maí. Á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að viðburðurinn var stofnaður skráðu 1200 manns sig á hann. Nú hafa yfir fimm þúsund manns skráð sig.„Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ sagði Brynja í samtali við Vísi í gær. „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“Tryggt eins og kostur er að jafnræði ríki Stjórnendur Sambíóanna biðjast afsökunar á þessum mistökum. Þeir árétta að á næstu dögum verði farið yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins. Í tilkynningu frá þeim í gær sagði að vegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafi í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag hafi Sambíóin tekið upp fyrst íslenskra bíóhúsa. Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem var sagt upp frá Sambíóunum nýverið vegna umræðu um kynbundna verkaskiptingu hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu. 7. maí 2014 07:15 Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem var sagt upp frá Sambíóunum nýverið vegna umræðu um kynbundna verkaskiptingu hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu. 7. maí 2014 07:15
Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00
"Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43