Frambjóðendur beðnir að undirrita sjálfsskuldarábyrgð Snærós Sindradóttir skrifar 6. maí 2014 12:00 vísir/gva Frambjóðendur í efstu sætum á fyrri lista Framsóknarflokksins til komandi borgarstjórnarkosninga voru beðnir um að skrifa undir sjálfsskuldarábyrgð fyrir lántöku í tengslum við kosningabaráttuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var sjálfsskuldarábyrgðin mismikil eftir sætum en ætlast var til þess að oddviti listans gengist undir hæstu ábyrgðina eða um átta og hálfa milljón króna. Annað sæti listans átti að gangast undir ábyrgð upp á fimm og hálfa milljón, það þriðja upp á þrjár og hálfa milljón og næstu tvö sæti upp á eina og hálfa milljón króna hvort. Beiðni um sjálfsskuldarábyrgð kom fram á fundi frambjóðenda og kjörnefndar Framsóknarflokksins fljótlega eftir að raðað var á lista en var slegin út af borðinu af frambjóðendum. Enginn í efstu sætum listans var tilbúinn að skrifa undir sjálfsskuldarábyrgð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð fjárhagur framboðs Framsóknarflokksins veikum fótum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem sat á lista Framsóknar í Reykjavík, segir að margar hugmyndir hafi verið uppi um fjármögnun framboðsins. „Ein þeirra leiða var að fjársterkir einstaklingar myndu styrkja framboðið um meira en 400 þúsund en styrkirnir yrðu skráðir sem kaup á happdrættismiðum.“ Fréttablaðið hefur ekki heimildir fyrir því að þessar hugmyndir hafi orðið að veruleika. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka er flokkum óheimilt að taka á móti fjárframlögum yfir 400 þúsund krónum. Þorsteinn Magnússon, gjaldkeri kjördæmaráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist ekki vita nákvæmlega hvaða fjáröflunarhugmyndir hafi verið ræddar. Hann fullyrðir hins vegar að ekkert happdrætti hafi verið haldið og að öll framlög sem þegin hafi verið séu vel innan þeirra marka sem lög kveða á um.Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmaráðsins, vill ekki staðfesta að frambjóðendur hafi verið beðnir um að ganga í fjárhagslegar ábyrgðir fyrir framboðið. „Ég get staðfest að kosningabaráttan er ekki fjármögnuð með lántöku,“ segir hann. Samkvæmt skoðanakönnunum síðastliðinna vikna nær Framsóknarflokkurinn ekki inn manni í borgarstjórn en flokkurinn þurrkaðist út úr borgarstjórn í síðustu kosningum. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira
Frambjóðendur í efstu sætum á fyrri lista Framsóknarflokksins til komandi borgarstjórnarkosninga voru beðnir um að skrifa undir sjálfsskuldarábyrgð fyrir lántöku í tengslum við kosningabaráttuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var sjálfsskuldarábyrgðin mismikil eftir sætum en ætlast var til þess að oddviti listans gengist undir hæstu ábyrgðina eða um átta og hálfa milljón króna. Annað sæti listans átti að gangast undir ábyrgð upp á fimm og hálfa milljón, það þriðja upp á þrjár og hálfa milljón og næstu tvö sæti upp á eina og hálfa milljón króna hvort. Beiðni um sjálfsskuldarábyrgð kom fram á fundi frambjóðenda og kjörnefndar Framsóknarflokksins fljótlega eftir að raðað var á lista en var slegin út af borðinu af frambjóðendum. Enginn í efstu sætum listans var tilbúinn að skrifa undir sjálfsskuldarábyrgð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð fjárhagur framboðs Framsóknarflokksins veikum fótum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem sat á lista Framsóknar í Reykjavík, segir að margar hugmyndir hafi verið uppi um fjármögnun framboðsins. „Ein þeirra leiða var að fjársterkir einstaklingar myndu styrkja framboðið um meira en 400 þúsund en styrkirnir yrðu skráðir sem kaup á happdrættismiðum.“ Fréttablaðið hefur ekki heimildir fyrir því að þessar hugmyndir hafi orðið að veruleika. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka er flokkum óheimilt að taka á móti fjárframlögum yfir 400 þúsund krónum. Þorsteinn Magnússon, gjaldkeri kjördæmaráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist ekki vita nákvæmlega hvaða fjáröflunarhugmyndir hafi verið ræddar. Hann fullyrðir hins vegar að ekkert happdrætti hafi verið haldið og að öll framlög sem þegin hafi verið séu vel innan þeirra marka sem lög kveða á um.Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmaráðsins, vill ekki staðfesta að frambjóðendur hafi verið beðnir um að ganga í fjárhagslegar ábyrgðir fyrir framboðið. „Ég get staðfest að kosningabaráttan er ekki fjármögnuð með lántöku,“ segir hann. Samkvæmt skoðanakönnunum síðastliðinna vikna nær Framsóknarflokkurinn ekki inn manni í borgarstjórn en flokkurinn þurrkaðist út úr borgarstjórn í síðustu kosningum.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira