Næstu tíu ár fari í uppbyggingu á húsakosti Landspítala Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. maí 2014 13:59 Frá fundinum. vísir/gva Síðasta ár var erfitt ár í sögu Landspítalans. Fjárskortur setti mark sitt á starfsemi spítalans og traust skorti á milli stjórnenda og starfsmanna spítalans. Þetta er á meðal þess sem fram kom í setningarræðu Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á ársfundi spítalans sem hófst kl.13. Hann segir næstu tíu ár þurfa að fara í uppbyggingu á innviðum spítalans. Sú uppbygging felist fyrst og fremst í bættu húsnæði en einnig úrbótum á öðrum innviðum sjúkrahússins, svo sem ýmsum rafrænum kerfum. Hann segir aukna fjárveitingu til spítalans hafa komið í veg fyrir algert neyðarástand en nú þurfi að taka næsta skref í uppbyggingu á þjóðarsjúkrahúsi Íslendinga.Áratuga gamalt húsnæði henti ekki undir rekstur nútímasjúkrahúss Páll sagði núverandi húsakost vera kominn til ára sinna og sífellt verði dýrara að halda honum við. Aðeins um 8% af núverandi húsnæði spítalans hafi verið byggt á síðustu 25 árum og áratuga gamalt húsnæði henti ekki undir rekstur nútímasjúkrahúss. Norðurlandaþjóðirnar hafi flestar verið að byggja við og endurnýja sín þjóðarsjúkrahús enda glími þau við sömu breytingar á aldursamsetningu sinna þjóða og Íslendingar en landsmönnum 60 ára og eldri mun fjölga úr 60 þúsund í 90 þúsund á næstu 15 árum. Hann segir uppbyggingu í augsýn en telur brýnt að klára fjármögnun framkvæmdanna. Landspítalinn sé þjóðarsjúkrahús og meira en 80 prósent af framlögum rekstrar spítalans renni til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu.Forgangsverkefni að sameina bráðamóttökur Á fundinum kom fram að ekki sé lengur hægt að búa við að náttengd starfsemi spítalans sé svo dreifð sem nú er. Bráðamóttökur séu á fimm stöðum, gjörgæslur á tveimur stöðum og skurðstofur á fjórum stöðum. 25.000 sýni séu flutt árlega á milli rannsóknarsviða spítalans sem séu á níu ólíkum stöðum. 9000 sjúklingar fari í sjúkrabílum á milli Fossvogs og Hringbrautar á ári hverju. Erlendar rannsóknir sýni að hver slíkur flutningur auki legulengd sjúklings um einn dag. Þessi dreifða starfsemi sé því bæði ógnun við öryggi sjúklinga og útheimti mikinn kostnað sem annars mætti nýta í þarfari verkefni. Því sé það forgangsverkefni að sameina allar 5 bráðamóttökurnar. Fram kom að forgangsverkefni sé að sameina allar fimm bráðamóttökur Landspítala á einum stað til að draga úr flutningi mjög veikra sjúklinga á milli bygginga og hæða. Jafnframt þurfi að sameina gjörgæslu og skurðstofur á einum stað og einni hæð. Stórhugur hafa einkennt fyrstu árin og áratugina í uppbyggingu spítalans. Elsta bygging Landspítalans hafi risið árið 1930 í miðri kreppunni miklu. Það hafi meðal annars verið að frumkvæði öflugra kvenna sem að ráðist var í þessa framkvæmd og þeirra verk geti verið sá innblástur sem þurfi til að taka næsta skref í uppbyggingu þjóðarsjúkrahússins. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Síðasta ár var erfitt ár í sögu Landspítalans. Fjárskortur setti mark sitt á starfsemi spítalans og traust skorti á milli stjórnenda og starfsmanna spítalans. Þetta er á meðal þess sem fram kom í setningarræðu Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á ársfundi spítalans sem hófst kl.13. Hann segir næstu tíu ár þurfa að fara í uppbyggingu á innviðum spítalans. Sú uppbygging felist fyrst og fremst í bættu húsnæði en einnig úrbótum á öðrum innviðum sjúkrahússins, svo sem ýmsum rafrænum kerfum. Hann segir aukna fjárveitingu til spítalans hafa komið í veg fyrir algert neyðarástand en nú þurfi að taka næsta skref í uppbyggingu á þjóðarsjúkrahúsi Íslendinga.Áratuga gamalt húsnæði henti ekki undir rekstur nútímasjúkrahúss Páll sagði núverandi húsakost vera kominn til ára sinna og sífellt verði dýrara að halda honum við. Aðeins um 8% af núverandi húsnæði spítalans hafi verið byggt á síðustu 25 árum og áratuga gamalt húsnæði henti ekki undir rekstur nútímasjúkrahúss. Norðurlandaþjóðirnar hafi flestar verið að byggja við og endurnýja sín þjóðarsjúkrahús enda glími þau við sömu breytingar á aldursamsetningu sinna þjóða og Íslendingar en landsmönnum 60 ára og eldri mun fjölga úr 60 þúsund í 90 þúsund á næstu 15 árum. Hann segir uppbyggingu í augsýn en telur brýnt að klára fjármögnun framkvæmdanna. Landspítalinn sé þjóðarsjúkrahús og meira en 80 prósent af framlögum rekstrar spítalans renni til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu.Forgangsverkefni að sameina bráðamóttökur Á fundinum kom fram að ekki sé lengur hægt að búa við að náttengd starfsemi spítalans sé svo dreifð sem nú er. Bráðamóttökur séu á fimm stöðum, gjörgæslur á tveimur stöðum og skurðstofur á fjórum stöðum. 25.000 sýni séu flutt árlega á milli rannsóknarsviða spítalans sem séu á níu ólíkum stöðum. 9000 sjúklingar fari í sjúkrabílum á milli Fossvogs og Hringbrautar á ári hverju. Erlendar rannsóknir sýni að hver slíkur flutningur auki legulengd sjúklings um einn dag. Þessi dreifða starfsemi sé því bæði ógnun við öryggi sjúklinga og útheimti mikinn kostnað sem annars mætti nýta í þarfari verkefni. Því sé það forgangsverkefni að sameina allar 5 bráðamóttökurnar. Fram kom að forgangsverkefni sé að sameina allar fimm bráðamóttökur Landspítala á einum stað til að draga úr flutningi mjög veikra sjúklinga á milli bygginga og hæða. Jafnframt þurfi að sameina gjörgæslu og skurðstofur á einum stað og einni hæð. Stórhugur hafa einkennt fyrstu árin og áratugina í uppbyggingu spítalans. Elsta bygging Landspítalans hafi risið árið 1930 í miðri kreppunni miklu. Það hafi meðal annars verið að frumkvæði öflugra kvenna sem að ráðist var í þessa framkvæmd og þeirra verk geti verið sá innblástur sem þurfi til að taka næsta skref í uppbyggingu þjóðarsjúkrahússins.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira