Fleiri fréttir

Árekstur á Höfðabakkabrú

Árekstur varð á Höfðabakkabrúnni nú á tíunda tímanum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli að því er varðstjóri hjá Slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu. Slökkviliðið var við störf í nokkurn tíma á eftir því hreinsa þurfti upp olíu sem lak úr bílunum. Nokkrar tafir urður á umferð vegna þess.

Framhaldsskólakennarar ganga út

Kennarar í famhaldsskólum landsins ætla að ganga út úr kennslustundum klukkan 11:05 í dag en boðað hefur verið til fundar kennara í öllum framhaldsskólum landsins á þeim tíma.

Snjókoma fyrir norðan

Það snjóaði um norðanvert landið í nótt, eða allt frá Ísafirði austur til Egilsstaða. Á Akureyri féll allt að tíu sentímetra djúpur snjór undir morgun, en færð hefur ekki spillst því hæglætisveður var í nótt.

Heiðra formæður íslenskra höggmynda

Uppsetning á sérstökum garði fyrir sex "formæður“ íslenskrar höggmyndalistar í Hljómskálagarðinum er nú til skoðunar hjá Reykjavíkurborg. Konur hafa lagt mikið til höggmyndalistarinnar og eiga að fá garð sér til heiðurs segir í kynningu.

Vísbendingar um að neyðarkallið hafi verið gabb

Ýmislegt bendir til þess að um gabb hafi verið að ræða þegar neyðarkall barst frá sökkvandi báti á Faxaflóa í gær. Þrátt fyrir ítarlega leit úr lofti og af sjó í gær, sáust engin ummerki og engan bát vantaði inn í sjálfvirkt kerfi Tilkynningaskyldunnar.

Suðurnesjameenn segja heilbrigðiskerfið óréttlátt

"Ekki verður lengur við það unað að framlög til heilbrigðisþjónustu á hvern íbúa á Suðurnesjum verði áfram í slíku ósamræmi við aðra þegna landsins og raun ber vitni,“ segir bæjarráð Sandgerðis.

Bætt íslenskukennsla eflir aðlögun fólks

Verkefnastjóri fjölmenningarmála á Akureyri segir að aukið fjármagn í túlkun hjálpi ekki innflytjendum við aðlögun. Ekki eigi að líta á innflytjendur sem fórnarlömb heldur hjálpa þeim að verða sjálfbjarga.

Ofbeldi gegn kennurum eykst

Dæmi eru um að séð hafi á kennurum eftir ofbeldi nemenda, segir varaformaður Félags grunnskólakennara. Nemendur ógna kennurum með því að nota síma til að taka upp og setja á netið þegar kennari brýnir raustina.

Geimferðastofnun mælir íslenska jökla

Vísindamenn frá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) og Caltech-háskóla í Kaliforníu þróa nú nýja tækni til ratsjármælinga á hreyfingu jökla í samvinnu við jöklafræðinga Háskóla Íslands að því er segir í tilkynningu skólans.

Staðan verður endurmetin í fyrramálið

Víðtæk leit sem staðið hefur yfir frá því í dag á Faxaflóa hefur ekki borið árangur. Ákveðið hefur verið að fresta frekari leit að sinni og verður staðan endurmetin í fyrramálið.

Með á sjötta hundrað vélmenni heima hjá sér

"Um leið og ég keypti þann fyrsta fyrir 15 árum, þá var ekki aftur snúið," segir eigandi litríkra og heillandi muna á Akranesi. Hrund Þórsdóttir fékk að skoða eitt óvenjulegasta safn landsins í dag.

Rúmur milljarður á Facebook

Í dag telur notendafjöldi Facebook um það bil samanlagðan íbúafjölda Evrópu og Bandaríkjanna. Íslendingar eru flestra þjóða duglegastir á samskiptamiðlinum vinsæla, en um þessar mundir eru liðin tíu ár frá því að Facebook var fyrst sett á laggirnar.

Bálreiðir framhaldsskólakennarar funda í fyrramálið

Formaður Félags framhaldsskólakennara segir samninganefnd ríkisins hafa næstu viku til að skýra afstöðu sína við samningaborðið. Eftir það taki kennarar ákvörðun um hvort farið verði í aðgerðir.

Tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni

Fréttastofa hefur fengið það staðfest að tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni að skipverjum. Landhelgisgæslunni barst tilkynningu leka í bát sem var á siglingu á Faxaflóa á þriðja tímanum í dag.

Mjög umfangsmikil leit

Landhelgisgæslunni barst tilkynning um leka í bát sem var á siglingu á Faxaflóa á þriðja tímanum í dag. Mennirnir á bátnum tilkynntu um lekann á neyðarrás og að þeir væru allir komnir í flotgalla.

Leit hafin að lekum bát

Leki kom að bát sem var á siglingu á Faxaflóa í dag. Ekki hefur náðst í skipsverja frá því neyðarkall barst.

Konur unnu afgerandi sigur í Hafnarfirði

Rósa Guðbjartsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði er ánægð með að konur skip fjögur af sex efstu sætum listans eftir prófkjör í gær.

Sex gistu fangageymslur

Talsverð ölvun var í miðborg Reykjavíkur og mikið um kvartanir vegna hávaða í einkasamkvæmum á höfuðborgarsvæðinu.

Rósa mun leiða listann

Rósa Guðbjartsdóttir sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í kvöld og mun því leiða listann í sveitastjórnarkosningunum í vor.

Mikil harka í baráttunni um oddvitasætið

Margréti Friðriksdóttur sem keppir um 1. sætið á lista Sjálfstæðismanna líst ekki á að menn inna flokksins tali um að þeir sé með rítinga í bakinu vegna starfa í flokknum.

Gellan bar sigur úr býtum

Árleg Lego-hönnunarkeppni fór fram í Háskólabíói í dag. Sigurvegararnir voru nokkrar stúlkur frá Fljótsdalshéraði sem hönnuðu tölvustýrða gellu. Þær halda í vor til Spánar til að taka þátt í alþjóðlegri Lego-keppni.

Gaf nær ókunnugum manni nýra og bjargaði lífi hans

Þeir Hólmar og Gunnar þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa.

Lásasmiðir í hættu: Öryggi ekki bætt eftir atvik í Hraunbæ

Mál í Hraunbæ nú í desember, þegar lásasmiður opnaði dyr að íbúð manns sem skaut að lögreglu, hefur ekki orðið til þess að öryggisreglur hafi verið hertar. Lögreglan hefur endurtekið stefnt lásasmiðum í hættu þegar leitað hefur verið aðstoðar þeirra í erfiðum málum. Þetta segir lásasmiður sem fréttastofa ræddi við í dag.

Bílarnir eru ónýtir

Tveggja bíla árekstur varð við Þúsöld í Grafarholti nú fyrir skemmstu. Fimm manns voru fluttir á slysadeild til skoðunar en ekki er talið að neinn þeirra hafi slasast alvarlega.

Ásakanir byggðar á algerum misskilningi

Bragi Michaelsson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir ásakanir á hendur sér byggðar á algerum misskilningi um eðli meðmælabréfa.

Ætlar að nýta tækifærin í hestamennskunni

Hestamannafélagið Sprettur opnar stærstu reiðhöll landsins að Kjóavöllum í dag. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri og ætlar að hafa þar líf og fjör.

Næsta mynd Baltasars verður Vikings

Næsta verkefni Baltasars Kormáks, eftir myndina Everest, verður kvikmyndin Vikings, en hann hefur lengi unnið að gerð þeirrar myndar.

Sjá næstu 50 fréttir