Tíu starfsmönnum sagt upp hjá Ási í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2014 14:06 Tíu starfsmönnum verður sagt upp hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og starfshlutfall skert hjá þrjátíu starfsmönnum. Þetta er gert vegna bullandi taps á rekstri heimilisins vegna alltof lágra daggjalda frá ríkinu. „Óhugur í fólki “, segir Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Áss. 140 starfsmenn starfa á Ási í mismunandi starfshlutföllum og heimilismennirnir eru 127. Mikill taprekstur hefur verið á dvalarheimilinu síðustu þrjú ár, eða á annað hundrað milljónir króna. Júlíus segir að nú sé nóg komið, bregðast þurfi við ástandinu og segja upp fólki. 10 starfsmönnum verður sagt upp og gripið til fleiri aðgerða. „Það verða tilfærslur í stöðugildum hjá fólki, skornir niður hinir ýmsu kostnaðarliðir, sumir algjörlega í burtu ef við getum gert það og annað reynt að minnka eins og mögulegt er því þetta gengur ekki lengur eins og þetta hefur verið“, segir Júlíus. Hann segir að stjórnvöld séu vandamálið, þau hafi ekki áhuga á gamla fólkinu, hvort sem það var fyrrverandi ríkisstjórn eða núverandi stjórn. „Stjórnvöld hafa ekki sinnt málefnum aldraðra það mikið, það er ekki áhugi hjá þeim að það sé borgað fyrir þjónustu þeirra, sem eru inn á heimilum með eðlilegum hætti, það er höfuðvandamálið“. 47 þúsund legudagar eru á ári á Ási og segir Júlíus að heimilið þurfi a.m.k. þúsund krónur meiri á dag frá ríkinu svo reksturinn standi undir sér, eða 47 milljónir króna fyrir árið 2014. Hann segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Það er að sjálfsögðu óhugur í fólki þegar svona tilkynning berst“, segir Júlíus. En hvaða skilaboð á Júlíus til stjórnvalda ? „Að hugsa um gamla fólkið“.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um Ás var sagt að tap á rekstri dvalarheimilisins væri tæplega tvöhundruð milljónir króna á síðustu þremur árum en það er ekki rétt, tapið nemur á annað hundrað milljónum króna. Beðist er velvirðingar á þessu. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Tíu starfsmönnum verður sagt upp hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og starfshlutfall skert hjá þrjátíu starfsmönnum. Þetta er gert vegna bullandi taps á rekstri heimilisins vegna alltof lágra daggjalda frá ríkinu. „Óhugur í fólki “, segir Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Áss. 140 starfsmenn starfa á Ási í mismunandi starfshlutföllum og heimilismennirnir eru 127. Mikill taprekstur hefur verið á dvalarheimilinu síðustu þrjú ár, eða á annað hundrað milljónir króna. Júlíus segir að nú sé nóg komið, bregðast þurfi við ástandinu og segja upp fólki. 10 starfsmönnum verður sagt upp og gripið til fleiri aðgerða. „Það verða tilfærslur í stöðugildum hjá fólki, skornir niður hinir ýmsu kostnaðarliðir, sumir algjörlega í burtu ef við getum gert það og annað reynt að minnka eins og mögulegt er því þetta gengur ekki lengur eins og þetta hefur verið“, segir Júlíus. Hann segir að stjórnvöld séu vandamálið, þau hafi ekki áhuga á gamla fólkinu, hvort sem það var fyrrverandi ríkisstjórn eða núverandi stjórn. „Stjórnvöld hafa ekki sinnt málefnum aldraðra það mikið, það er ekki áhugi hjá þeim að það sé borgað fyrir þjónustu þeirra, sem eru inn á heimilum með eðlilegum hætti, það er höfuðvandamálið“. 47 þúsund legudagar eru á ári á Ási og segir Júlíus að heimilið þurfi a.m.k. þúsund krónur meiri á dag frá ríkinu svo reksturinn standi undir sér, eða 47 milljónir króna fyrir árið 2014. Hann segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Það er að sjálfsögðu óhugur í fólki þegar svona tilkynning berst“, segir Júlíus. En hvaða skilaboð á Júlíus til stjórnvalda ? „Að hugsa um gamla fólkið“.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um Ás var sagt að tap á rekstri dvalarheimilisins væri tæplega tvöhundruð milljónir króna á síðustu þremur árum en það er ekki rétt, tapið nemur á annað hundrað milljónum króna. Beðist er velvirðingar á þessu.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira