Víkingur á að auka nýtingu Landeyjahafnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. febrúar 2014 22:30 Víkingur leggur af stað í sína fyrstu áætlunarferð á milli lands og eyja. Mynd/Gunnlaugur Grettisson „Það er verið að reyna auka nýtingu Landeyjahafnar með Víkingi en þetta er tilraunaverkefni til tveggja mánaða,“ segir Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs. Farþegabáturinn Víkingur sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Víking Tours, hóf í gær áætlunarsiglingar á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, en Eimskip sér um markaðs- og neytendahlið Víkings. „Viking Tours sér um rekstur skipsins og ber ábyrgð á siglingunum en Eimskip um söluhliðina og upplýsingagjöf, miðar í Víking eru seldir á heimasíðu Herjólfs og í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum,“ útskýrir Gunnlaugur. Siglingar Víkings eru samþættar við áætlun Strætó á Suðurlandi, tvær ferðir á dag ef aðstæður leyfa. Verðið á aðgöngumiðum í Víking er það sama og í Herjólf en Víkingur er í um 40 til 50 mínútur að sigla á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Víkingur ristir töluvert minna en Herjólfur og er því hentugri fyrir Landeyjahöfn yfir vetrartímann þegar dýpi er takmarkandi en hins vegar getur Víkingur ekki siglt ef ölduhæðin fer yfir 2,4 metra. „Ölduhæðin er þó bara fyrsta hindrunin, það er margt sem spilar inn í. Ef fólk á miða í Víking og ferð fellur niður vegna ófærðar fær fólk miðann endurgreiddan eða það getur flutt sig í ferð Herjólfs til Þorlákshafnar þannig að það verður ekki strandaglópar.“Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs.Mynd/Óskar Pétur FriðrikssonHerjólfur tekur 390 farþega yfir vetrartímann en Víkingur einungis 63 farþega. Þá tekur Víkingur ekki bifreiðar. „Þetta er sannarlega fyrir fólk sem er að skjótast á milli, það er einnig verið svara þeirri þörf sem Bakkaflug þjónaði hér áður fyrr. Það voru tugþúsundir manna sem flugu á milli Bakka og Eyja og skyldu bíla sína eftir,“ bætir Gunnlaugur við. Herjólfur mun áfram sigla tvær ferðir á dag til Þorlákshafnar. Víkingur mun sigla tvær ferðir á dag, frá Vestmannaeyjum klukkan 8.30 og 17.30 og frá Landeyjahöfn klukkan 10 og 19. „Gert er ráð fyrir að Herjólfur geti hafið sigilingar til Landeyjahafnar um miðjan marsmánuð þannig að þetta verkefni er stillt af miðað við það.“ Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Það er verið að reyna auka nýtingu Landeyjahafnar með Víkingi en þetta er tilraunaverkefni til tveggja mánaða,“ segir Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs. Farþegabáturinn Víkingur sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Víking Tours, hóf í gær áætlunarsiglingar á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, en Eimskip sér um markaðs- og neytendahlið Víkings. „Viking Tours sér um rekstur skipsins og ber ábyrgð á siglingunum en Eimskip um söluhliðina og upplýsingagjöf, miðar í Víking eru seldir á heimasíðu Herjólfs og í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum,“ útskýrir Gunnlaugur. Siglingar Víkings eru samþættar við áætlun Strætó á Suðurlandi, tvær ferðir á dag ef aðstæður leyfa. Verðið á aðgöngumiðum í Víking er það sama og í Herjólf en Víkingur er í um 40 til 50 mínútur að sigla á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Víkingur ristir töluvert minna en Herjólfur og er því hentugri fyrir Landeyjahöfn yfir vetrartímann þegar dýpi er takmarkandi en hins vegar getur Víkingur ekki siglt ef ölduhæðin fer yfir 2,4 metra. „Ölduhæðin er þó bara fyrsta hindrunin, það er margt sem spilar inn í. Ef fólk á miða í Víking og ferð fellur niður vegna ófærðar fær fólk miðann endurgreiddan eða það getur flutt sig í ferð Herjólfs til Þorlákshafnar þannig að það verður ekki strandaglópar.“Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs.Mynd/Óskar Pétur FriðrikssonHerjólfur tekur 390 farþega yfir vetrartímann en Víkingur einungis 63 farþega. Þá tekur Víkingur ekki bifreiðar. „Þetta er sannarlega fyrir fólk sem er að skjótast á milli, það er einnig verið svara þeirri þörf sem Bakkaflug þjónaði hér áður fyrr. Það voru tugþúsundir manna sem flugu á milli Bakka og Eyja og skyldu bíla sína eftir,“ bætir Gunnlaugur við. Herjólfur mun áfram sigla tvær ferðir á dag til Þorlákshafnar. Víkingur mun sigla tvær ferðir á dag, frá Vestmannaeyjum klukkan 8.30 og 17.30 og frá Landeyjahöfn klukkan 10 og 19. „Gert er ráð fyrir að Herjólfur geti hafið sigilingar til Landeyjahafnar um miðjan marsmánuð þannig að þetta verkefni er stillt af miðað við það.“
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira