Ásakanir byggðar á algerum misskilningi Jóhannes Stefánsson skrifar 1. febrúar 2014 11:32 Bragi segir stuðningsyfirlýsingar við frambjóðendur vera opinberar, en ekki bundnar trúnaði. Vísir/Vilhelm Bragi Michaelsson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir ásakanir á hendur sér byggðar á algerum misskilningi um eðli stuðningslista í prófkjörum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi hefur sent frá sér vegna ásakana um alvarlegan trúnaðarbrest á hendur honum. Bragi er ásakaður um að hafa lekið trúnaðarskjölum sem leiddu í ljós hverjir skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við Margréti Friðriksdóttur. Hann segir þetta alrangt, enda séu slík skjöl opinber og ekki trúnaðarskjöl. „Þegar menn skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda til prófkjörs er um að ræða opinbera stuðningsyfirlýsingu, en ekki leyndarmál eða trúnaðarmál," segir í yfirlýsingu frá Braga. „Í þá áratugi sem ég hef komið að framkvæmd prófkjöra í Sjálfstæðisflokknum hef ég aldrei orðið þess var að neinum dytti í hug að þessar opinberu stuðningsyfirlýsingar væru trúnaðarmál," segir einnig í yfirlýsingunni. Bragi hafnar því einnig að hafa afhent fjölmiðlum stuðningslistana og veit ekki hver hefur gert það. Hann segir fólkið sem ásakaði hann ekki einu sinni reynt að hafa samband við sig til að afla sér upplýsinga um málið áður en þau ásökuðu hann á opinberum vettvangi. „Ég hafna því alfarið þeim ásökunum," segir Bragi Michaelsson. Hér má sjá yfirlýsingu Braga í heild sinni:Yfirlýsing frá Braga Michaelssyni, formanni kjörnefndar sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vegna bæjarstjórnarkosninga 31 maí 2014.Í morgunblaðinu 31. janúar er bréf undirritað af nokkrum félagsmönnum í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs þar sem ég er nafngreindur og ásakaður um að leka trúnaðarupplýsingum. Vegna þessa er óhjákvæmilegt að tvennt komi fram:Þegar menn skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda til prófkjörs er um að ræða opinbera stuðningsyfirlýsingu, en ekki leyndarmál eða trúnaðarmál. Engin ákvæði eru í reglum Sjálfstæðisflokksins um að meðmælandalistar séu trúnaðarupplýsingar Kjörnefnd þarf t.d. að geta brugðist við ef einn einstaklingur skrifar undir fleiri nöfn en þann fjölda sem kjósa má í prófkjörinu og væri það útilokað ef um trúnaðarupplýsingar væri að ræða. Í þá áratugi sem ég hef komið að framkvæmd prófkjöra í Sjálfstæðisflokknum hef ég aldrei orðið þess var að neinum dytti í hug að þessar opinberu stuðningsyfirlýsingar væru trúnaðarmál. Venjulegast ganga þessir listar á milli manna sem skrifa undir og sjá um leið hverjir eru áður búnir að skrifa undir listann. Þegar framboðum er skilað inn með tilskildum stuðningsyfirlýsingum er það yfirleitt gert á auglýstum tíma þegar framboðsfrestur rennur út og geta þá frambjóðendur jafnt og aðrir flokksmenn séð hverjir hafa skilað inn framboðum og hverjir hafa ritað undir stuðngingsyfirlýsingar. Var þetta gert með hefðbundnum hætti þegar framboðsfrestur í prófkjöri í Kópavogi rann út 19. desember sl. og gátu því allir séð hverjir höfðu skrifað undir stuðning við einstaka frambjóðendur.Ég hef ekki látið neinum í té upplýsingar um að umræddir flokksmenn hafi skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Margréti Friðriksdóttur og veit ekki hvaðan þær eru komnar. Þetta hefði ég getað upplýst viðkomandi um ef þau hefðu látið svo lítið að spyrja mig um þetta áður en þau birtu ásakanir sínar opinberlega.Ég hafna því alfarið þeim ásökunum sem fram koma í fyrnefndu bréf til Morgunblaðsins og einnig að ég hafi verið að rægja þessa einstaklinga. Tengdar fréttir Saka formann kjörnefndar um alvarlegan trúnaðarbrest Nokkrir sjálfstæðismenn í Kópavogi saka Braga Michaelsson formann kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um alvarlegt trúnaðarbrot í tilkynningu til fjölmiðla. 1. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
Bragi Michaelsson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir ásakanir á hendur sér byggðar á algerum misskilningi um eðli stuðningslista í prófkjörum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi hefur sent frá sér vegna ásakana um alvarlegan trúnaðarbrest á hendur honum. Bragi er ásakaður um að hafa lekið trúnaðarskjölum sem leiddu í ljós hverjir skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við Margréti Friðriksdóttur. Hann segir þetta alrangt, enda séu slík skjöl opinber og ekki trúnaðarskjöl. „Þegar menn skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda til prófkjörs er um að ræða opinbera stuðningsyfirlýsingu, en ekki leyndarmál eða trúnaðarmál," segir í yfirlýsingu frá Braga. „Í þá áratugi sem ég hef komið að framkvæmd prófkjöra í Sjálfstæðisflokknum hef ég aldrei orðið þess var að neinum dytti í hug að þessar opinberu stuðningsyfirlýsingar væru trúnaðarmál," segir einnig í yfirlýsingunni. Bragi hafnar því einnig að hafa afhent fjölmiðlum stuðningslistana og veit ekki hver hefur gert það. Hann segir fólkið sem ásakaði hann ekki einu sinni reynt að hafa samband við sig til að afla sér upplýsinga um málið áður en þau ásökuðu hann á opinberum vettvangi. „Ég hafna því alfarið þeim ásökunum," segir Bragi Michaelsson. Hér má sjá yfirlýsingu Braga í heild sinni:Yfirlýsing frá Braga Michaelssyni, formanni kjörnefndar sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vegna bæjarstjórnarkosninga 31 maí 2014.Í morgunblaðinu 31. janúar er bréf undirritað af nokkrum félagsmönnum í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs þar sem ég er nafngreindur og ásakaður um að leka trúnaðarupplýsingum. Vegna þessa er óhjákvæmilegt að tvennt komi fram:Þegar menn skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda til prófkjörs er um að ræða opinbera stuðningsyfirlýsingu, en ekki leyndarmál eða trúnaðarmál. Engin ákvæði eru í reglum Sjálfstæðisflokksins um að meðmælandalistar séu trúnaðarupplýsingar Kjörnefnd þarf t.d. að geta brugðist við ef einn einstaklingur skrifar undir fleiri nöfn en þann fjölda sem kjósa má í prófkjörinu og væri það útilokað ef um trúnaðarupplýsingar væri að ræða. Í þá áratugi sem ég hef komið að framkvæmd prófkjöra í Sjálfstæðisflokknum hef ég aldrei orðið þess var að neinum dytti í hug að þessar opinberu stuðningsyfirlýsingar væru trúnaðarmál. Venjulegast ganga þessir listar á milli manna sem skrifa undir og sjá um leið hverjir eru áður búnir að skrifa undir listann. Þegar framboðum er skilað inn með tilskildum stuðningsyfirlýsingum er það yfirleitt gert á auglýstum tíma þegar framboðsfrestur rennur út og geta þá frambjóðendur jafnt og aðrir flokksmenn séð hverjir hafa skilað inn framboðum og hverjir hafa ritað undir stuðngingsyfirlýsingar. Var þetta gert með hefðbundnum hætti þegar framboðsfrestur í prófkjöri í Kópavogi rann út 19. desember sl. og gátu því allir séð hverjir höfðu skrifað undir stuðning við einstaka frambjóðendur.Ég hef ekki látið neinum í té upplýsingar um að umræddir flokksmenn hafi skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Margréti Friðriksdóttur og veit ekki hvaðan þær eru komnar. Þetta hefði ég getað upplýst viðkomandi um ef þau hefðu látið svo lítið að spyrja mig um þetta áður en þau birtu ásakanir sínar opinberlega.Ég hafna því alfarið þeim ásökunum sem fram koma í fyrnefndu bréf til Morgunblaðsins og einnig að ég hafi verið að rægja þessa einstaklinga.
Tengdar fréttir Saka formann kjörnefndar um alvarlegan trúnaðarbrest Nokkrir sjálfstæðismenn í Kópavogi saka Braga Michaelsson formann kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um alvarlegt trúnaðarbrot í tilkynningu til fjölmiðla. 1. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
Saka formann kjörnefndar um alvarlegan trúnaðarbrest Nokkrir sjálfstæðismenn í Kópavogi saka Braga Michaelsson formann kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um alvarlegt trúnaðarbrot í tilkynningu til fjölmiðla. 1. febrúar 2014 10:00