Ásakanir byggðar á algerum misskilningi Jóhannes Stefánsson skrifar 1. febrúar 2014 11:32 Bragi segir stuðningsyfirlýsingar við frambjóðendur vera opinberar, en ekki bundnar trúnaði. Vísir/Vilhelm Bragi Michaelsson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir ásakanir á hendur sér byggðar á algerum misskilningi um eðli stuðningslista í prófkjörum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi hefur sent frá sér vegna ásakana um alvarlegan trúnaðarbrest á hendur honum. Bragi er ásakaður um að hafa lekið trúnaðarskjölum sem leiddu í ljós hverjir skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við Margréti Friðriksdóttur. Hann segir þetta alrangt, enda séu slík skjöl opinber og ekki trúnaðarskjöl. „Þegar menn skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda til prófkjörs er um að ræða opinbera stuðningsyfirlýsingu, en ekki leyndarmál eða trúnaðarmál," segir í yfirlýsingu frá Braga. „Í þá áratugi sem ég hef komið að framkvæmd prófkjöra í Sjálfstæðisflokknum hef ég aldrei orðið þess var að neinum dytti í hug að þessar opinberu stuðningsyfirlýsingar væru trúnaðarmál," segir einnig í yfirlýsingunni. Bragi hafnar því einnig að hafa afhent fjölmiðlum stuðningslistana og veit ekki hver hefur gert það. Hann segir fólkið sem ásakaði hann ekki einu sinni reynt að hafa samband við sig til að afla sér upplýsinga um málið áður en þau ásökuðu hann á opinberum vettvangi. „Ég hafna því alfarið þeim ásökunum," segir Bragi Michaelsson. Hér má sjá yfirlýsingu Braga í heild sinni:Yfirlýsing frá Braga Michaelssyni, formanni kjörnefndar sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vegna bæjarstjórnarkosninga 31 maí 2014.Í morgunblaðinu 31. janúar er bréf undirritað af nokkrum félagsmönnum í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs þar sem ég er nafngreindur og ásakaður um að leka trúnaðarupplýsingum. Vegna þessa er óhjákvæmilegt að tvennt komi fram:Þegar menn skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda til prófkjörs er um að ræða opinbera stuðningsyfirlýsingu, en ekki leyndarmál eða trúnaðarmál. Engin ákvæði eru í reglum Sjálfstæðisflokksins um að meðmælandalistar séu trúnaðarupplýsingar Kjörnefnd þarf t.d. að geta brugðist við ef einn einstaklingur skrifar undir fleiri nöfn en þann fjölda sem kjósa má í prófkjörinu og væri það útilokað ef um trúnaðarupplýsingar væri að ræða. Í þá áratugi sem ég hef komið að framkvæmd prófkjöra í Sjálfstæðisflokknum hef ég aldrei orðið þess var að neinum dytti í hug að þessar opinberu stuðningsyfirlýsingar væru trúnaðarmál. Venjulegast ganga þessir listar á milli manna sem skrifa undir og sjá um leið hverjir eru áður búnir að skrifa undir listann. Þegar framboðum er skilað inn með tilskildum stuðningsyfirlýsingum er það yfirleitt gert á auglýstum tíma þegar framboðsfrestur rennur út og geta þá frambjóðendur jafnt og aðrir flokksmenn séð hverjir hafa skilað inn framboðum og hverjir hafa ritað undir stuðngingsyfirlýsingar. Var þetta gert með hefðbundnum hætti þegar framboðsfrestur í prófkjöri í Kópavogi rann út 19. desember sl. og gátu því allir séð hverjir höfðu skrifað undir stuðning við einstaka frambjóðendur.Ég hef ekki látið neinum í té upplýsingar um að umræddir flokksmenn hafi skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Margréti Friðriksdóttur og veit ekki hvaðan þær eru komnar. Þetta hefði ég getað upplýst viðkomandi um ef þau hefðu látið svo lítið að spyrja mig um þetta áður en þau birtu ásakanir sínar opinberlega.Ég hafna því alfarið þeim ásökunum sem fram koma í fyrnefndu bréf til Morgunblaðsins og einnig að ég hafi verið að rægja þessa einstaklinga. Tengdar fréttir Saka formann kjörnefndar um alvarlegan trúnaðarbrest Nokkrir sjálfstæðismenn í Kópavogi saka Braga Michaelsson formann kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um alvarlegt trúnaðarbrot í tilkynningu til fjölmiðla. 1. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Bragi Michaelsson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir ásakanir á hendur sér byggðar á algerum misskilningi um eðli stuðningslista í prófkjörum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bragi hefur sent frá sér vegna ásakana um alvarlegan trúnaðarbrest á hendur honum. Bragi er ásakaður um að hafa lekið trúnaðarskjölum sem leiddu í ljós hverjir skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við Margréti Friðriksdóttur. Hann segir þetta alrangt, enda séu slík skjöl opinber og ekki trúnaðarskjöl. „Þegar menn skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda til prófkjörs er um að ræða opinbera stuðningsyfirlýsingu, en ekki leyndarmál eða trúnaðarmál," segir í yfirlýsingu frá Braga. „Í þá áratugi sem ég hef komið að framkvæmd prófkjöra í Sjálfstæðisflokknum hef ég aldrei orðið þess var að neinum dytti í hug að þessar opinberu stuðningsyfirlýsingar væru trúnaðarmál," segir einnig í yfirlýsingunni. Bragi hafnar því einnig að hafa afhent fjölmiðlum stuðningslistana og veit ekki hver hefur gert það. Hann segir fólkið sem ásakaði hann ekki einu sinni reynt að hafa samband við sig til að afla sér upplýsinga um málið áður en þau ásökuðu hann á opinberum vettvangi. „Ég hafna því alfarið þeim ásökunum," segir Bragi Michaelsson. Hér má sjá yfirlýsingu Braga í heild sinni:Yfirlýsing frá Braga Michaelssyni, formanni kjörnefndar sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vegna bæjarstjórnarkosninga 31 maí 2014.Í morgunblaðinu 31. janúar er bréf undirritað af nokkrum félagsmönnum í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs þar sem ég er nafngreindur og ásakaður um að leka trúnaðarupplýsingum. Vegna þessa er óhjákvæmilegt að tvennt komi fram:Þegar menn skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda til prófkjörs er um að ræða opinbera stuðningsyfirlýsingu, en ekki leyndarmál eða trúnaðarmál. Engin ákvæði eru í reglum Sjálfstæðisflokksins um að meðmælandalistar séu trúnaðarupplýsingar Kjörnefnd þarf t.d. að geta brugðist við ef einn einstaklingur skrifar undir fleiri nöfn en þann fjölda sem kjósa má í prófkjörinu og væri það útilokað ef um trúnaðarupplýsingar væri að ræða. Í þá áratugi sem ég hef komið að framkvæmd prófkjöra í Sjálfstæðisflokknum hef ég aldrei orðið þess var að neinum dytti í hug að þessar opinberu stuðningsyfirlýsingar væru trúnaðarmál. Venjulegast ganga þessir listar á milli manna sem skrifa undir og sjá um leið hverjir eru áður búnir að skrifa undir listann. Þegar framboðum er skilað inn með tilskildum stuðningsyfirlýsingum er það yfirleitt gert á auglýstum tíma þegar framboðsfrestur rennur út og geta þá frambjóðendur jafnt og aðrir flokksmenn séð hverjir hafa skilað inn framboðum og hverjir hafa ritað undir stuðngingsyfirlýsingar. Var þetta gert með hefðbundnum hætti þegar framboðsfrestur í prófkjöri í Kópavogi rann út 19. desember sl. og gátu því allir séð hverjir höfðu skrifað undir stuðning við einstaka frambjóðendur.Ég hef ekki látið neinum í té upplýsingar um að umræddir flokksmenn hafi skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Margréti Friðriksdóttur og veit ekki hvaðan þær eru komnar. Þetta hefði ég getað upplýst viðkomandi um ef þau hefðu látið svo lítið að spyrja mig um þetta áður en þau birtu ásakanir sínar opinberlega.Ég hafna því alfarið þeim ásökunum sem fram koma í fyrnefndu bréf til Morgunblaðsins og einnig að ég hafi verið að rægja þessa einstaklinga.
Tengdar fréttir Saka formann kjörnefndar um alvarlegan trúnaðarbrest Nokkrir sjálfstæðismenn í Kópavogi saka Braga Michaelsson formann kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um alvarlegt trúnaðarbrot í tilkynningu til fjölmiðla. 1. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Saka formann kjörnefndar um alvarlegan trúnaðarbrest Nokkrir sjálfstæðismenn í Kópavogi saka Braga Michaelsson formann kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um alvarlegt trúnaðarbrot í tilkynningu til fjölmiðla. 1. febrúar 2014 10:00