Mikil harka í baráttunni um oddvitasætið Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2014 19:56 Mikil harka er hlaupin í baráttuna um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Stuðningsmenn Margrétar Friðriksdóttur sem sækir að oddvita flokksins í fyrsta sætið, saka bæjarstjórann og stuðningsmenn hans um óheiðarleg vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi í bæjarstjórnarpólitíkinni í Kópavogi svo árum skiptir og verður það væntanlega áfram því hann er að mælast með um eða yfir 40 prósent í könnunum. En hart er barist um oddvitasætið á lista flokksins og tala sumir um leðjuslag í því sambandi. Þannig sagði Aðalsteinn Jónsson bæjarstjórnarfulltrúi flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar að menn kæmu með þrjá til fjóra hnífa í bakinu heim til sín eftir störf í flokknum. En hann og aðrir sem styðja Margréti Friðriksdóttur skólameistara í fyrsta sæti listans í prófkjöri um næstu helgi saka stuðningsmenn bæjarstjórnas um óheiðarleg vinnubrögð. Margrét segir hörkuna mikla. „Já, það er að færast svolítil harka í leikinn sýnist mér. Mér hugnast nú ekki þessi vinnubrögð eins og þau eru. Þannig að þetta var nú kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf kost á mér í þetta prófkjör. Hvernig pólitíkin pólitíkin hefur verið rekinn hér í Kópavogi,“ segir Margrét. Fylkingarinnar sem takast á eru annars vegar stuðningsmenn bæjarstjórnans og þeir sem sagðir eru fylgja Gunnari Birgissyni fyrrverandi bæjarstjóra að málum.Eru þetta tvær öflugar fylkingar að takast á?„Ég held að þetta séu fylkingar. Ég veit ekki hvort þær eru tvær eða fleiri og það er orðin þarna töluverð gjá manna á milli, bæði innan flokksins og svo hafa menn náttúrlega verið að deila á milli flokka,“ segir Margrét.Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kannast ekki við hörku í prófkjörinu.Heldur þú að verði tæpt á með ykkur?„það verður bara að koma í ljós. Ég fer í þetta prófkjör eins og önnur prófkjör. Þetta er auðvitað keppni fram á síðustu mínútu. En ég er vissulega bjartsýnn því það hefur gengið mjög vel eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og samstarfsflokkarnir tóku við á miðju kjörtímabili,“ segir Ármann. Það er ekki enn gróðið um heilt á milli hörðustu stuðningsmanna Gunnars Birgissonar og Ármanns sem sigraði Gunnar í síðasta prófkjöri. „Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á samvinnu og mun gera það áfram. Þannig að hvað mig varðar þá er ég alltaf tilbúinn til að ræða við fólk og eiga gott samstarf. Það hefur í reyndar held ég verið mitt aðalsmerki, þangað til eitthvað upphlaup hefur verið síðustu daga,“ segir bæjarstjórinn. „Þegar maður er farinn að heyra það að bæjarfulltrúar eru farnir að tala um að þeir séu með ríting í bakinu. Þá er þetta eitthvað sem mér líst ekki allt of vel á,“ segir Margrét. Hún sé enginn frambjóðandi Gunnars Birgissonar sem styðji marga frambjóðendur. Hún vilji koma á sáttum í flokknum. „Ég vil sjá samhentan flokk sem vinnur saman eftir þetta prófkjör og fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor,“ segir Margrét. Skólameistari kann að taka á agavandamálum? „Já, ég hef nokkra reynslu í því,“ segir Margrét Friðriksdóttir skólameistari. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Mikil harka er hlaupin í baráttuna um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Stuðningsmenn Margrétar Friðriksdóttur sem sækir að oddvita flokksins í fyrsta sætið, saka bæjarstjórann og stuðningsmenn hans um óheiðarleg vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ráðandi í bæjarstjórnarpólitíkinni í Kópavogi svo árum skiptir og verður það væntanlega áfram því hann er að mælast með um eða yfir 40 prósent í könnunum. En hart er barist um oddvitasætið á lista flokksins og tala sumir um leðjuslag í því sambandi. Þannig sagði Aðalsteinn Jónsson bæjarstjórnarfulltrúi flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar að menn kæmu með þrjá til fjóra hnífa í bakinu heim til sín eftir störf í flokknum. En hann og aðrir sem styðja Margréti Friðriksdóttur skólameistara í fyrsta sæti listans í prófkjöri um næstu helgi saka stuðningsmenn bæjarstjórnas um óheiðarleg vinnubrögð. Margrét segir hörkuna mikla. „Já, það er að færast svolítil harka í leikinn sýnist mér. Mér hugnast nú ekki þessi vinnubrögð eins og þau eru. Þannig að þetta var nú kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf kost á mér í þetta prófkjör. Hvernig pólitíkin pólitíkin hefur verið rekinn hér í Kópavogi,“ segir Margrét. Fylkingarinnar sem takast á eru annars vegar stuðningsmenn bæjarstjórnans og þeir sem sagðir eru fylgja Gunnari Birgissyni fyrrverandi bæjarstjóra að málum.Eru þetta tvær öflugar fylkingar að takast á?„Ég held að þetta séu fylkingar. Ég veit ekki hvort þær eru tvær eða fleiri og það er orðin þarna töluverð gjá manna á milli, bæði innan flokksins og svo hafa menn náttúrlega verið að deila á milli flokka,“ segir Margrét.Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kannast ekki við hörku í prófkjörinu.Heldur þú að verði tæpt á með ykkur?„það verður bara að koma í ljós. Ég fer í þetta prófkjör eins og önnur prófkjör. Þetta er auðvitað keppni fram á síðustu mínútu. En ég er vissulega bjartsýnn því það hefur gengið mjög vel eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og samstarfsflokkarnir tóku við á miðju kjörtímabili,“ segir Ármann. Það er ekki enn gróðið um heilt á milli hörðustu stuðningsmanna Gunnars Birgissonar og Ármanns sem sigraði Gunnar í síðasta prófkjöri. „Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á samvinnu og mun gera það áfram. Þannig að hvað mig varðar þá er ég alltaf tilbúinn til að ræða við fólk og eiga gott samstarf. Það hefur í reyndar held ég verið mitt aðalsmerki, þangað til eitthvað upphlaup hefur verið síðustu daga,“ segir bæjarstjórinn. „Þegar maður er farinn að heyra það að bæjarfulltrúar eru farnir að tala um að þeir séu með ríting í bakinu. Þá er þetta eitthvað sem mér líst ekki allt of vel á,“ segir Margrét. Hún sé enginn frambjóðandi Gunnars Birgissonar sem styðji marga frambjóðendur. Hún vilji koma á sáttum í flokknum. „Ég vil sjá samhentan flokk sem vinnur saman eftir þetta prófkjör og fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor,“ segir Margrét. Skólameistari kann að taka á agavandamálum? „Já, ég hef nokkra reynslu í því,“ segir Margrét Friðriksdóttir skólameistari.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira