Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB viðræður Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2014 19:53 Mikill meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrír fjórðu landsmanna vill að kosið verði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Fjörtíu og níu prósent er hins vegar andvíg inngöngu Íslands í sambandið. Niðurstöður nýrrar könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins um afstöðu landsmanna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið voru kynntar í nýjum þætti Mikaels Torfasonar, Mín skoðun, á Stöð 2 í dag. 74,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að greidd verði atkvæði samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en 25,4 prósent vilja það ekki. Konur eru heldur hlyntari atkvæðagreiðslunni, eða 77 prósent borið saman við 72 prósent karla, en 28 prósent þeirra vilja ekki slíka atkvæðagreiðslu og 23 prósent kvenna vilja það ekki heldur. 65 til 85 prósent stuðningsmanna stjórnmálaflokkanna vilja að kosið verði um viðræðurnar næsta vor. 85, prósent þeirra sem myndu kjósa Bjarta framtíð, 69 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, 65 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 81 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 66 prósent kjósenda Vinstri grænna og 84 prósent kjósenda Pírada.Stuðningurinn við atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna er svipaður eftir kjördæmum. Hann er 78 prósent í Reykjavík, 74 prósent í Norðvesturkjördæmi, 79 prósent í Norðausturkjördæmi, 67 prósent í Suðurkjördæmi þar sem hann er minnstur og 71 prósent í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri.En þótt mikill meirihluti sé hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor um framhald viðræðna, eru aðeins 26 prósent hlynt aðild að Evrópusambandinu nú þegar, en anstæðingar aðildar sem lengst af hafa verið töluvert yfir helmingi kjósenda, eru nú í 49 prósentum og er afstaða kynjanna nokkuð jöfn.Stuðningurinn við aðild er minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eða 10 prósent, 19 prósent Framsóknarmanna styðja aðild, 48 prósent kjósneda Bjartrar framtíðar, 58 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 20 prósent kjósenda Vinstri grænna og 47 prósent kjósenda Pírata vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Mín skoðun Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Mikill meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þrír fjórðu landsmanna vill að kosið verði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Fjörtíu og níu prósent er hins vegar andvíg inngöngu Íslands í sambandið. Niðurstöður nýrrar könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins um afstöðu landsmanna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið voru kynntar í nýjum þætti Mikaels Torfasonar, Mín skoðun, á Stöð 2 í dag. 74,6 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að greidd verði atkvæði samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en 25,4 prósent vilja það ekki. Konur eru heldur hlyntari atkvæðagreiðslunni, eða 77 prósent borið saman við 72 prósent karla, en 28 prósent þeirra vilja ekki slíka atkvæðagreiðslu og 23 prósent kvenna vilja það ekki heldur. 65 til 85 prósent stuðningsmanna stjórnmálaflokkanna vilja að kosið verði um viðræðurnar næsta vor. 85, prósent þeirra sem myndu kjósa Bjarta framtíð, 69 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, 65 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 81 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 66 prósent kjósenda Vinstri grænna og 84 prósent kjósenda Pírada.Stuðningurinn við atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna er svipaður eftir kjördæmum. Hann er 78 prósent í Reykjavík, 74 prósent í Norðvesturkjördæmi, 79 prósent í Norðausturkjördæmi, 67 prósent í Suðurkjördæmi þar sem hann er minnstur og 71 prósent í Suðvesturkjördæmi eða Kraganum. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir aldri.En þótt mikill meirihluti sé hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor um framhald viðræðna, eru aðeins 26 prósent hlynt aðild að Evrópusambandinu nú þegar, en anstæðingar aðildar sem lengst af hafa verið töluvert yfir helmingi kjósenda, eru nú í 49 prósentum og er afstaða kynjanna nokkuð jöfn.Stuðningurinn við aðild er minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eða 10 prósent, 19 prósent Framsóknarmanna styðja aðild, 48 prósent kjósneda Bjartrar framtíðar, 58 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 20 prósent kjósenda Vinstri grænna og 47 prósent kjósenda Pírata vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Mín skoðun Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira