Fréttastofa hefur fengið það staðfest að tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni að skipverjum.
Landhelgisgæslunni barst tilkynningu leka í bát sem var á siglingu á Faxaflóa á þriðja tímanum í dag.
Mennirnir á bátnum tilkynntu um lekan á neyðarrás og að þeir væru allir komnir í flotgalla.
Landhelgisgæslan var í gær í þjálfun og æfingum með björgunarþyrlum Finna sem eru nú hér á landi vegna æfingarinnar Iceland Air Meet 2013.
Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar fóru með í flug finnsku þyrlanna og þjálfa áhafnir þeirra í björgunarstörfum til sjávar.
Mjög erfiðar aðstæður eru á svæðinu en nú eru samtals þrjár þyrlur að leita að skipverjunum sem gætu verið á floti í sjónum ef báturinn er sokkinn.
Finnsku herþyrlunnar verða hér á landi næstu vikurnar við æfingar.
Tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni
Stefán Árni Pálsson skrifar
