Innlent

Tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gríðarlega umfangsmikil leit í gangi.
Gríðarlega umfangsmikil leit í gangi. Mynd/Jón Páll Ásgeirsson

Fréttastofa hefur fengið það staðfest að tvær finnskar herþyrlur taka þátt í leitinni að skipverjum.
Landhelgisgæslunni barst tilkynningu leka í bát sem var á siglingu á Faxaflóa á þriðja tímanum í dag.

Mennirnir á bátnum tilkynntu um lekan á neyðarrás og að þeir væru allir komnir í flotgalla.
Landhelgisgæslan var í gær í þjálfun og æfingum með björgunarþyrlum Finna sem eru nú hér á landi vegna æfingarinnar Iceland Air Meet 2013.

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar fóru með í flug finnsku þyrlanna og þjálfa áhafnir þeirra í björgunarstörfum til sjávar.

Mjög erfiðar aðstæður eru á svæðinu en nú eru samtals þrjár þyrlur að leita að skipverjunum sem gætu verið á floti í sjónum ef báturinn er sokkinn.
Finnsku herþyrlunnar verða hér á landi næstu vikurnar við æfingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.