Innlent

Höldum fókus hefur náð verulegum árangri

Jóhannes Stefánsson skrifar
Skjáskot
Höldum fókus, átaksverkefni Samgöngustofu og Símans til að koma í veg fyrir farsímanotkun undir stýri, hefur náð miklum, mælanlegum árangri.

Samkvæmt samanburðarkönnunum Capacent hefur fjöldi þeirra sem segjast oft tala í síma við akstur hafa fækkað úr 50% árið 2012 niður í 41% í desember 2013. Að sama skapi sögðust 22% ökumanna á aldrinum 18-24 ára oft tala í símann áður en herferðinni var komið í loftið en einungis 8% eftir sumarið 2013. „Óhætt er að segja að þetta sé framar öllum vonum aðstandandenda herferðarinnar," segir á vef Samgöngustofu.

Verkefninu var hrint úr vör seinasta sumar og vakti gríðarlega athygli fyrir frumlega og áhrifaríka framsetningu. Höldum fókus hlaut verðlaun sem besta markaðsherferðin á netinu árið 2013 á Íslensku vefverðlaununum sem voru veitt í gærkvöldi. Auk þess var vefurinn tilnefndur sem frumlegasti vefurinn.

Verkefnið þykir ná miklum tengslum við áhorfandann.

Tengdar fréttir

QuizUp með tvenn verðlaun

Nikitaclothing.com var valinn besti vefurinn á íslensku vefverðlaununum, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Gamla Bíói í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×