Fleiri fréttir

Ríkisstjórnin ósamstíga í skuldamálum

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að skuldaleiðréttingin sé jafn mikið vandamál fyrir núverandi ríkisstjórn eins og ESB málið var fyrir síðustu stjórn. Hann segir óréttlátt að nota mögulegt svigrúm til að lækka skuldir afmarkaðs hóps.

Gott að horfa á gullnu skýin

Helena Eyjólfsdóttir hefur sungið opinberlega í 60 ár. Hún heldur tónleika norðan og sunnan heiða í tilefni af útgáfu bókarinnar Gullin ský sem snýst um ævi hennar, ást og söng en líka erfiðleika vegna veikinda eiginmannsins.

Sameining á menntasviði

Fyrirhugað er að sameina Námsmats- og námsgagnastofnun í eina stofnun á sviði menntamála.

Lesa í bein rostunga í leit að skýringum

Náttúruminjasafn Íslands stendur fyrir rannsókn á beinum rostunga sem fundist hafa á Íslandi. Aldursgreining mun skýra komur þeirra í gegnum aldirnar. Safninu hafa borist að gjöf bein úr einstökum fundi í Staðarsveit á Snæfellsnesi.

Nóa Síríus-kúgunin sögð aumkunarverð

Saksóknari krefst tíu til tólf mánaða fangelsis, aðallega skilorðsbundins, yfir mönnum sem reyndu að kúga fé af Nóa Síríusi með súkkulaði sem innihélt bremsuvökva. Annar segir raunverulegan höfuðpaur málsins hafa platað sig upp úr skónum.

Segir HÍ birta sláandi fáar greinar

Fáar greinar birtast í alþjóðlegum tímaritum sem eru viðurkennd af vísindasamfélaginu. Aðeins átján greinar birtust eftir starfsmenn á menntasviði. Stærðfræðingur segir að starfsfólk sé ekki að vinna vinnuna sína.

Aðeins þrír karlmenn voru hæfir í starfið

Karlmaður var ekki ráðinn leikskólastjóri þrátt fyrir að vera betur menntaður en konan sem var ráðin. Sérstök áhersla var lögð á stjórnendareynslu umsækjenda. Aðeins þrír karlmenn hafa verið leikskólstjórar og uppfylltu því skilyrði bæjarins.

Kvörtunum hefur ekki fjölgað frá hruni

Tæplega 500 kvartanir og skyld erindi bárust Landlækni frá 1. janúar 2011 til 8. október síðastliðins. Á árunum 2011 og 2012 barst Landlækni alls 351 erindi vegna heilbrigðisþjónustu. Af þessum málum voru formlegar kvartanir samtals 74

Notaði stamtæknina úr The King's Speech

Hinn sautján ára gamli Musharaf Ashgar sló í gegn á hátíðarsamkomu í skólanum sínum þegar hann flutti hjartnæma ræðu eftir að hafa unnið bug á miklu stami.

Lögreglan vann þrekvirki

Þetta segir félagsfræðingur við Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður úr viðtölum sínum við lögreglumenn sem voru við Alþingi á haustmánuðum ársins 2008. Stilling lögreglunnar varð til þess að ekki fór verr.

Segir heilbrigðiskerfið orðið annars flokks

Þetta fullyrðir hámenntaður hjartalæknir sem hefur sagt takk og bless og pakkar nú niður í ferðatöskurnar. Förinni er heitið til Noregs þar sem launin eru margfalt betri og vinnuaðstæður ekki sambærilegar þeim sem finna má hér.

Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið

Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað.

Íslenskar konur kaupa um 20 neyðarpillur á dag

Hátt í 7 þúsund hormóna-neyðarpillur eða svokallaðar daginn efir pillur seljast ár hvert á Íslandi. Lyfjafræðingur segir fjöldann gríðarlegan og dæmi eru um að pillan seljist svo tugum skipti í einu apóteki yfir helgi

Byssusala meiri nú en undanfarin ár

Fyrsti í rjúpu er í dag og segir skotvopnasali mikla stemmningu hafa verið fyrir komandi vertíð, en byssusala er meiri nú en undanfarin ár.

Roller Derby komið á fullt á Íslandi - Ætla út að keppa

"Roller Derby á Íslandi hefur farið rólega af stað en núna er íþróttin að byrja á fullu,“ segir Guðný Jónsdóttir, stofnandi Roller Derby á Íslandi. "Ég stofnaði hópinn fyrir tveimur árum hér á landi en ég hef verið að spila í nokkur ár þar sem ég bjó í Atlanta í Bandaríkjunum.“

Meðlagsþiggjendur rukkaðir vegna ofgreiðslu

"Ef um ofgreiðslu er að ræða af einhverjum orsökum er meðlagsþiggjandi endurkrafinn um það sem ofgreitt var.“ Þetta kemur fram á heimasíðu Tryggingastofnunar. Þar segir einnig að Innheimtustofnun sjái um að innheimta greitt meðlag hjá meðlagsskyldum aðila.

Rjúpnaskytturnar fundnar

Björgunarsveitir fundu nú fyrir skömmu rjúpnaskytturnar tvær sem leitað var á Höfuðreirarmúla norður af Þeistareykjum í dag. Voru mennirnir þá staddir austan undir Lambafjöllum og reyndust báðir heilir á húfi. Mennirnir hringdu í Neyðarlínu eftir aðstoð þar sem þeir voru orðnir blautir og kaldir, en leiðindaveður er á svæðinu -slydda og snjókoma.

Ekki hægt að byggja á fyrri kynferðisbrotum

Þótt Ómar Traustason hafi hlotið dóm árið 1994 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum dugir það ekki til að sanna sekt hans í öðru máli mörgum árum síðar. Þetta segir Hæstiréttur, sem sneri í gær þriggja ára dómi yfir honum í sýknu.

Rjúpnaskyttur villtust af leið

Björgunarsveitir frá Húsavík, Reykjadal og Aðaldal hafa verið kallaðar út til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem eru villtar.

Maria litla er Búlgari

Búlgörsk yfirvöld staðfesta að 35 ára gömul þarlend kona, Sasha Ruseva, sé móðir Mariu litlu. Það var staðfest með DNA prófi.

Hundsbit vaxandi vandamál hjá Póstinum

Kona á sextugsaldri lagði fram kæru hjá lögreglu í vikunni eftir að hundur beit hana til blóðs þegar hún var að bera út póst. Forstöðumaður markaðssviðs Póstsins segir hundsbit séu vaxandi vandamál í þéttbýli.

Segir kynjahlutafallið í Hæstarétti óheppilegt

"Það er mikilvægt að dómstólar spegli samfélagið og dómarnir líka,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, héraðsdómslögmaður og réttargæslumaður í kynferðisbrotamálum. "Þess vegna tel ég að það sé óheppilegt að kynjaskiptingin í Hæstarétti sé með þeim hætti sem hún er í dag.“

Í kynlífsverkfall vegna slæms vegar

Konur í bænum Barbacaos í Kólumbíu eru farnar í kynlífsverkfall í annað sinn á tveimur árum. Þær hyggjast ekki stunda kynlíf á ný fyrr en að hættulegur vegur sem liggur inn í bæinn hefur verið lagaður.

81% verðmunur á hjólbarðaverkstæðum

Í nýrri verðlagskönnun frá Alþýðusambandi Íslands kemur í ljós að allt að 81% verðmunur er á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu. Könnuð var verðskrá hjá 29 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið.

Minnsti munur milli kynja á Íslandi

Ísland er enn efst á blaði þegar litið er til hvar í veröldinni mestum árangri hefur verið náð við að jafna kynjamuninn ef marka má nýja skýrslu World Economic Forum um kynjamuninn í heiminum. Þetta er fimmta árið í röð sem Ísland lendir í efsta sæti listans og fylgja Finnar og Norðmenn í kjölfarið.

Grænlendingar gera risastóran samning um námuvinnslu

Grænlenska heimastjórnin hefur samið við breska námafyrirtækið London Mining, um rétt til að vinna járngrýti á Grænlandi. Samningurinn er til 30 ára og segir ráðherra iðnaðarmála í heimastjórninni í samtali við breska ríkisútvarpið að um sé að ræða stærsta verkefni sem ráðist hafi verið í í sögu Grænlands.

Sjá næstu 50 fréttir