Aðeins þrír karlmenn voru hæfir í starfið Valur Grettisson skrifar 26. október 2013 07:00 Fáir karlar starfa á leikskólum, og aðeins einn starfar sem leikskólastjóri. Fréttablaðið/Vilhelm „Það var lögð mikil áhersla á stjórnunarreynslu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, formaður fræðslurráðs Hafnarfjarðar, en kona var ráðin leikskólastjóri á Hörðuvöllum í júní síðastliðnum. Af þeim sem sóttu um starfið voru tveir með meiri menntun, einn þeirra var karlmaður. Fræðsluráð samþykkti ráðninguna. Maðurinn sem sótti um starfið er aðstoðarskólastjóri sama skóla og hefur starfað sem slíkur í sex ár. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi kannað réttarstöðu sína vegna málsins, ekki síst í ljósi jafnréttindastefnu bæjarins, en þar segir orðrétt: „Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur sjónarmið þegar ráðið er í stöður hjá Hafnarfjarðarbæ. Umsækjandi af því kyni sem er í minnhluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningu þegar hann er jafnhæfur eða hæfari.“Eyjólfur SæmundssonAðspurður segir Eyjólfur að þetta sjónarmið hafi verið rætt. „En það var mat sviðsstjóra að stjórnendaþekking væri lykilatriði,“ segir Eyjólfur. Og það er ljóst að leikskólastjórinn sem var ráðinn hefur gífurlega mikla reynslu af stjórnun leikskóla auk þess sem hún leysti fyrrverandi leikskólastjóra af á meðan hún var í veikindaleyfi. Þess má geta að aðeins þrír karlmenn hafa starfað sem leikskólastjórar eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Það voru því aðeins þrír karlmenn hæfir í starfið samkvæmt auglýsingunni. Spurður, í ljósi þess að karlmaðurinn var meira menntaður en konan, og hvort það hefði því ekki verið í anda jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar að ráða karlmanninn, svarar Eyjólfur: „Þetta togast alltaf á, það að meta einstakling að verðleika og kyni og hvernig skal meta það. Það er alveg klárt mál að ef þau hefðu verið jafn hæf, hefði karlinn verið ráðinn. Konan var aftur á móti metin hæfust.“ Sviðstjóri Hafnarfjarðar lét meta sérstaklega hæfni efstu umsækjenda, og eftir það ferli komst hann að þeirri niðurstöðu að konan hafi verið hæfust. Karlmaðurinn sem sótti um starfið, og fékk ekki, var framhaldsmenntaður í stjórnun. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi kannað stöðu sína hjá lögfræðingi vegna málsins, og íhugað að kæra niðurstöðuna. Hann segist svo hafa fengið þau svör að í ljósi þess að sérstaklega var auglýst eftir reynslu í stjórnun, þá hafi hann ekki átt mikla möguleika á að sigra málið. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Það var lögð mikil áhersla á stjórnunarreynslu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, formaður fræðslurráðs Hafnarfjarðar, en kona var ráðin leikskólastjóri á Hörðuvöllum í júní síðastliðnum. Af þeim sem sóttu um starfið voru tveir með meiri menntun, einn þeirra var karlmaður. Fræðsluráð samþykkti ráðninguna. Maðurinn sem sótti um starfið er aðstoðarskólastjóri sama skóla og hefur starfað sem slíkur í sex ár. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi kannað réttarstöðu sína vegna málsins, ekki síst í ljósi jafnréttindastefnu bæjarins, en þar segir orðrétt: „Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur sjónarmið þegar ráðið er í stöður hjá Hafnarfjarðarbæ. Umsækjandi af því kyni sem er í minnhluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningu þegar hann er jafnhæfur eða hæfari.“Eyjólfur SæmundssonAðspurður segir Eyjólfur að þetta sjónarmið hafi verið rætt. „En það var mat sviðsstjóra að stjórnendaþekking væri lykilatriði,“ segir Eyjólfur. Og það er ljóst að leikskólastjórinn sem var ráðinn hefur gífurlega mikla reynslu af stjórnun leikskóla auk þess sem hún leysti fyrrverandi leikskólastjóra af á meðan hún var í veikindaleyfi. Þess má geta að aðeins þrír karlmenn hafa starfað sem leikskólastjórar eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Það voru því aðeins þrír karlmenn hæfir í starfið samkvæmt auglýsingunni. Spurður, í ljósi þess að karlmaðurinn var meira menntaður en konan, og hvort það hefði því ekki verið í anda jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar að ráða karlmanninn, svarar Eyjólfur: „Þetta togast alltaf á, það að meta einstakling að verðleika og kyni og hvernig skal meta það. Það er alveg klárt mál að ef þau hefðu verið jafn hæf, hefði karlinn verið ráðinn. Konan var aftur á móti metin hæfust.“ Sviðstjóri Hafnarfjarðar lét meta sérstaklega hæfni efstu umsækjenda, og eftir það ferli komst hann að þeirri niðurstöðu að konan hafi verið hæfust. Karlmaðurinn sem sótti um starfið, og fékk ekki, var framhaldsmenntaður í stjórnun. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi kannað stöðu sína hjá lögfræðingi vegna málsins, og íhugað að kæra niðurstöðuna. Hann segist svo hafa fengið þau svör að í ljósi þess að sérstaklega var auglýst eftir reynslu í stjórnun, þá hafi hann ekki átt mikla möguleika á að sigra málið.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira