Gífurleg vonbrigði með skilningsleysi ráðamanna 25. október 2013 15:10 Mynd/GVA Fjölmennur fundur lækna í læknaráði fór fram í dag. Læknar lýsa yfir furðu sinni og gífurlegum vonbrigðum með skilningsleysi ráðamanna þjóðarinnar á vanda Landspítalans, sem endurspeglast í því fjárlagafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi fyrir árið 2014. „Ljóst er að staðan á Landspítala eftir langvinnt fjársvelti er algjörlega óásættanleg fyrir allan almenning sem og sjúklinga og starfsmenn spítalans. Fagfélög og stéttarfélög lækna og annarra heilbrigðisstétta hafa endurtekið bent á þær hættur sem slíkur langvinnur niðurskurður á rekstrarfé til spítalans hefur í för með sér. Aðbúnaður sjúklinga er óásættanlegur, eðlilegu viðhaldi og endurnýjun á tækjabúnaði spítalans er ábótavant, viðhaldi á húsnæði spítalans hefur ekki verið sinnt, atgervisflótti starfsmanna frá spítalanum er raunveruleiki með tilheyrandi auknu álagi á þá starfsmenn sem starfa áfram, rannsókna- og kennsluhlutverk spítalans situr á hakanum og svo mætti lengi telja. Að okkar mati er þjóðarsátt um það að styrkja þessa grunnstoð íslensks heilbrigðiskerfis sem Landspítalinn er. Það verður ekki gert nema með verulega auknu fjármagni til reksturs spítalans. Læknaráð Landspítala skorar á Alþingi Íslands að endurskoða fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2014 með því leiðarljósi að setja Landspítalann í forgang og tryggja þannig nauðsynlega fjárveitingu til að hefja þá uppbyggingu sem er svo nauðsynleg starfseminni,“ segir í ályktun læknaráðs. Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Fjölmennur fundur lækna í læknaráði fór fram í dag. Læknar lýsa yfir furðu sinni og gífurlegum vonbrigðum með skilningsleysi ráðamanna þjóðarinnar á vanda Landspítalans, sem endurspeglast í því fjárlagafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi fyrir árið 2014. „Ljóst er að staðan á Landspítala eftir langvinnt fjársvelti er algjörlega óásættanleg fyrir allan almenning sem og sjúklinga og starfsmenn spítalans. Fagfélög og stéttarfélög lækna og annarra heilbrigðisstétta hafa endurtekið bent á þær hættur sem slíkur langvinnur niðurskurður á rekstrarfé til spítalans hefur í för með sér. Aðbúnaður sjúklinga er óásættanlegur, eðlilegu viðhaldi og endurnýjun á tækjabúnaði spítalans er ábótavant, viðhaldi á húsnæði spítalans hefur ekki verið sinnt, atgervisflótti starfsmanna frá spítalanum er raunveruleiki með tilheyrandi auknu álagi á þá starfsmenn sem starfa áfram, rannsókna- og kennsluhlutverk spítalans situr á hakanum og svo mætti lengi telja. Að okkar mati er þjóðarsátt um það að styrkja þessa grunnstoð íslensks heilbrigðiskerfis sem Landspítalinn er. Það verður ekki gert nema með verulega auknu fjármagni til reksturs spítalans. Læknaráð Landspítala skorar á Alþingi Íslands að endurskoða fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2014 með því leiðarljósi að setja Landspítalann í forgang og tryggja þannig nauðsynlega fjárveitingu til að hefja þá uppbyggingu sem er svo nauðsynleg starfseminni,“ segir í ályktun læknaráðs.
Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira