Innlent

Rjúpnaskyttur villtust af leið

Margir fara á rjúpu um helgina.
Margir fara á rjúpu um helgina. Mynd/Pétur Alan
Björgunarsveitir frá Húsavík, Reykjadal og Aðaldal hafa verið kallaðar út til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem eru villtar á Höfuðreiðarmúla norður af Þeistareykjum.

Mennirnir hringdu í Neyðarlínu eftir aðstoð þar sem þeir voru orðnir blautir og kaldir en leiðindaveður er á svæðinu, slydda og snjókoma til fjalla. Sími mannanna er nú straumlaus svo ekki næst frekara samband við þá. Þeirra er nú leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×