Innlent

Sjö ára fangelsi fyrir að nema á brott og nauðga telpu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Stefán Reynir á leið úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Stefán Reynir á leið úr Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd/Vilhelm
Stefán Reynir Heimisson hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nema á brott 10 ára telpu og brjóta á henni kynferðislega. Hann hefur einnig verið dæmdur til að greiða stúlkunni þrjár milljónir króna í miskabætur.

Stefán Reynir nam telpuna á brott er hún var á leið úr skóla skammt frá heimili hennar. Hann ók sem leið lá frá vesturbæ Reykjavíkur upp í Heiðmörk þar sem hann braut á henni kynferðislega. Stefán Reynir tók myndband og ljósmyndir af athæfinu á farsíma sinn.

Í niðurstöðu dómara kemur fram að brotin séu gríðarlega alvarleg. Afleiðingar brotanna séu miklar og hafi reynst fórnarlambinu þungbærar og hafa haft mikil áhrif á hana og allt hennar líf. Brotavilji ákærða var styrkur og einbeittur og eigi hann sér engar málsbætur.

Stefán Reynir á að baki sakaferil frá árinu 2002 og hefur síðan hlotið fjóra refsidóma fyrir þjófnað, fjársvik, eignaspjöll, nytjastuld, umferðarlagabrot og fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Síðast hlaut ákærði dóm, 12. september 2012, 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, nytjastuld og fíkniefnabrot. Með brotum sínum nú hefur ákærði rofið skilorð þessa dóms.

Stefán Reynir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Mynd/Vilhelm

Tengdar fréttir

Játaði brot gegn tíu ára telpu fyrir dómi

Maður sem ákærður er fyrir að hafa numið telpu á brott í Vesturbæ og brotið gegn henni í Heiðmörk játaði sök fyrir dómi á miðvikudag. Hann hafði áður neitað við þingfestingu. Maðurinn segist þó enn ekkert muna eftir atburðunum.

Ákært vegna barnaníðs í Heiðmörk

Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa þvingað tíu ára stúlku upp í bíl sinn og brotið gegn henni kynferðislega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×