Innlent

Íslenskar konur kaupa um 20 neyðarpillur á dag

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Neyðarpillan Postinor er seld konum í apótekum án lyfseðils og er til varnar getnaði. Pillan er tekin allt að þremur sólarhringum eftir kynmök til að hindra þungun en hana má aðeins taka einusinni á tíðahring. Í einni neyðarpillu er tíu sinnum meira af kvenhormóninu levónorgestrel, en í einni hefðbundinni hormónapillu, p-pillunni. Síðan pillan var sett í almenna sölu hefur sprenging orðið á sölu hennar.  

Sala fjölda dagskammta frá árinu 2009 eru eftirfarandi:

2009 seldust 7.815 skammtar

2010 voru seldir skammtar alls 7.828

2011 voru 6.625 skammtar seldir og í fyrra voru skammtarnir 6.501 talsins.

Það sem af er árinu 2013 hafa tæplega fimm þúsund skammtar verið seldir. Sé því deilt niður á alla daga ársins eru að seljast á bilinu 18 til 20 skammtar af neyðarpillunni á dag.

Aðalsteinn Jens Loftsson, formaður lyfjafræðingafélags Íslands og lyfsali í Lyfju, segir það vera mikið magn og dæmi séu um að salan um helgar taki kipp. Karlmönnum er ekki leyft að versla Postinor. Aðalsteinn segir að eðli málsins samkvæmt vilji lyfsalar koma réttum upplýsingum á konurnar sem komi til með að taka það. En einnig hafi komið upp mál þar sem karlmenn hafi hreinlega byrlað konu slíku lyfi, eftir að hafa átt við hana óvarin kynmök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×