Hundsbit vaxandi vandamál hjá Póstinum Boði Logason skrifar 25. október 2013 14:28 Brynjar Smári segir að hundsbit séu vaxandi vandamál í þéttbýli, enda hafi hundum fjölgað mikið þar. Kona á sextugsaldri lagði fram kæru hjá lögreglu í vikunni eftir að hundur beit hana til blóðs þegar hún var að bera út póst. Forstöðumaður markaðssviðs Póstsins segir hundsbit séu vaxandi vandamál í þéttbýli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var konan að stinga póstinum inn um lúgu íbúðarhúsnæðis þegar hundurinn beit hana í höndina svo að úr blæddi. Lögreglan hafði samband við eigendur tveggja hunda sem voru í íbúðarhúsnæðinu og tilkynntu þeim um atvikið. Þá var einnig tilkynning send til hundaeftirlitsins vegna málsins. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir í samtali við Vísi að bréfberum sé oft ógnað af hundum. „Það eru á bílinu 5 til 10 alvarleg atvik á hverju ári þar sem hundar bíta bréfabera og svo er þeim sífellt ógnað af hundum. Þetta er sívaxandi vandamál enda hefur hundum fjölgað mikið á þéttbýlissvæðum síðustu ár,“ segir hann. Pósturinn hefur brugðist við þessu með því að ræða við hundaeigendur, og benda þeim á að hafa hunda sína í bandi ef þeir eru utandyra og að sjá til þess að þeir geti ekki nálgast bréfalúgur ef þeir eru innandyra. „Við viljum samvinnu við hundaeigendur. Við höfum einnig haldið námskeið fyrir bréfberana okkar þar sem þeir hafa fengið sérfræðikennslu í því hvernig eigi að bregðast við í svona aðstæðum,“ segir hann. Þá er bréfberum einnig heimilt að sleppa því að bera út í tiltekin hús þá daga sem hundur er laus eða kemst í gönguleið bréfbera. Sem veldur því að pósturinn kemst ekki til skila á réttum tíma. „Við viljum að sjálfsögðu koma öllum pósti til skila á réttum tíma og viljum samvinnu með hundaeigendum til að geta gert það,“segir Brynjar Smári að lokum. Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Kona á sextugsaldri lagði fram kæru hjá lögreglu í vikunni eftir að hundur beit hana til blóðs þegar hún var að bera út póst. Forstöðumaður markaðssviðs Póstsins segir hundsbit séu vaxandi vandamál í þéttbýli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var konan að stinga póstinum inn um lúgu íbúðarhúsnæðis þegar hundurinn beit hana í höndina svo að úr blæddi. Lögreglan hafði samband við eigendur tveggja hunda sem voru í íbúðarhúsnæðinu og tilkynntu þeim um atvikið. Þá var einnig tilkynning send til hundaeftirlitsins vegna málsins. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir í samtali við Vísi að bréfberum sé oft ógnað af hundum. „Það eru á bílinu 5 til 10 alvarleg atvik á hverju ári þar sem hundar bíta bréfabera og svo er þeim sífellt ógnað af hundum. Þetta er sívaxandi vandamál enda hefur hundum fjölgað mikið á þéttbýlissvæðum síðustu ár,“ segir hann. Pósturinn hefur brugðist við þessu með því að ræða við hundaeigendur, og benda þeim á að hafa hunda sína í bandi ef þeir eru utandyra og að sjá til þess að þeir geti ekki nálgast bréfalúgur ef þeir eru innandyra. „Við viljum samvinnu við hundaeigendur. Við höfum einnig haldið námskeið fyrir bréfberana okkar þar sem þeir hafa fengið sérfræðikennslu í því hvernig eigi að bregðast við í svona aðstæðum,“ segir hann. Þá er bréfberum einnig heimilt að sleppa því að bera út í tiltekin hús þá daga sem hundur er laus eða kemst í gönguleið bréfbera. Sem veldur því að pósturinn kemst ekki til skila á réttum tíma. „Við viljum að sjálfsögðu koma öllum pósti til skila á réttum tíma og viljum samvinnu með hundaeigendum til að geta gert það,“segir Brynjar Smári að lokum.
Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira