Fleiri fréttir

Hæstu launin leiða launaskriðið

Launahæstu hóparnir á almenna vinnumarkaðnum, sérstaklega í fjármálageiranum, hafa híft upp meðaltalshækkun launa á undanförnum árum, að mati forseta Alþýðusambandins.

Ísland tekur við formennsku í nefnd um opna lofthelgi

Samningurinn um opna lofthelgi tók gildi árið 2002 og markmiðið með honum er að auka traust og skilning á sviði öryggismála með því að heimila eftirlit úr lofti með hergögnum og mannvirkjum í aðildarríkjunum.

Vill niðurskurð útgjalda til lista og menningar

Grímur Gíslason, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, segist gera þá kröfu á hendur sínum mönnum í ríkissjórn að þeir skeri niður fjárframlög til menningarmála. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að það muni liggja fyrir 1. október hver hnífurinn fer á loft.

Öfugsnúin götumerking

Ný merking á hraðatakmörkunum er á Grenimelnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Eftir merkingunni á myndinni að dæma má eingöngu keyra á þriggja kílómetra hraða í götunni.

Þrjú skipuð í embætti héraðsdómara

Sigríður Elsa Kjartansdóttir var skipuð í embætti dómara við héraðsdóm Vestfjarða og þau Sigríður J. Hjaltested og Þórður Clausen Þórðarson voru skipuð dómarar við héraðsdóm Reykjavíkur.

Yfir tuttugu hafa þegið styrkinn

Halldór Bjarki Arnarson, tónlistarmaður í framhaldsnámi, hefur fengið 250 þúsund króna styrk úr Minningarsjóði Karls Sighvatssonar.

Óttaslegnir listamenn

Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós.

Tilraun til vopnaðs ráns

Karlmaður reyndi vopnað rán í verslun í austurborginni í gærkvöldi -- kom hlaupandi inn í verslunina veifandi barefli og heimtaði hann peninga.

Vilja setja upp hafnfirskt skilti í Vogunum

„Þetta er undarlegt útspil,“ segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar, en Vegagerðin hefur meinað bæjaryfirvöldum að koma sér upp skilti fyrir ferðamenn nærri Straumi. Þess í stað hefur Vegagerðin boðið Hafnarfjarðarbæ að setja skiltið upp í Vogalandi.

Böð úr heitum og köldum sjó

Fyrirtækið Sjóböð hefur óskað eftir tæplega þúsund fermetra lóð á höfða sem er á milli íbúabyggðar og iðnaðarhverfis á Húsavík og áformar að koma þar upp sjóböðum og svo að reisa þar heilsuhótel.

Umdeilt Hagstofufrumvarp í forgangi á septemberþingi

Stjórnarandstöðuþingmenn ætla að krefja ríkisstjórnina svara um stöðu efnahags- og Evrópumála á septemberþingi. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að koma umdeildu frumvarpi um Hagstofuna í gegnum þingið.

Telur lög um kynjakvóta ekki henta lífeyrissjóðum

Landssamtök lífeyrissjóða hyggjast taka það upp við stjórnvöld hvort lög um kynjakvóta í stjórnum skuli eiga við um lífeyrissjóði. Sjö sjóðir nú brotlegir við lög. Framkvæmdastjóri LL segir lögin ekki hönnuð fyrir lífeyrissjóði.

Misdýrt að byrja í háskóla

Mikill munur er á bókakostnaði nýnema við Háskóla Íslands. Munurinn getur hlaupið á tugum þúsunda á milli námsbrauta.

"Stjórnendur hafa ekki enn gert sér grein fyrir alvarleika málsins"

Sérstök aðgerðaáætlun sem virkjuð var á Landspítalanum í dag felur í sér að sérfræðingar taki á sig meiri vinnu. Þetta segir framkvæmdarstjóri lækninga á Landspítala. Deildarlæknir segir vinnuálagið óviðunandi og allt of seint gripið í taumana.

Leitar hálfbróður síns á Íslandi

Frönsk kona leitar að íslenskum hálfbróður sínum sem hún og fjölskylda hennar hafa aldrei hitt. Hún biður Íslendinga um hjálp.

Spúla burt umdeilda liti af Hofsvallagötu

Menn merktir framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar voru að spúla umdeildar merkingar á Hofsvallagötu með háþrýstisprautum í dag. Svo virðist sem verið sé að fjarlægja málningu af götunni og umtalaðar eyjur sem valdið hafa deilum á milli hverfisbúa og skipulagsyfirvalda undanfarna daga.

Gyrt niður um busa og þeir beittir ofbeldi

„Við getum ekki lengur verið ofbeldisseggjum skálkaskjól til að svala ofbeldisþörf sinni,“ segir í tilkynningu frá skólastjóra FG, sem hefur nú bannað busavígslur.

Gillz kemur ekki fram á Ljósanótt

Í tilkynningu frá Agli kemur fram að hann sé tvíbókaður og muni því ekki koma fram á ballinu sem er fyrir unglinga í 8.-10. bekk.

Sigríður Hjaltested hæfust

Dómarastörf við Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Vestfjarða voru auglýst laus til umsóknar í byjun júní síðastliðnum. Umsækjendurnir voru átta en tveir drógu umsóknir sínar til baka.

205 nýnemar í lagadeild HÍ

Kennsla við lagadeild Háskóla Íslands hófst í morgun en þetta skólaár er síðasta árið án inntökuprófa við deildina.

Þjónusta verði færð til utangarðsfólks

Reykjavíkurborg hefur gefið út bækling um niðurstöður starfshóps þar sem mannréttindi utangarðsfólks eru skilgreind sérstaklega. Vilja skoða að færa heilbrigðisþjónustu til útigangsmanna í stað þess að þeir leiti til stofnana.

Vilja betra net á Héraði

Netsamband í dreifbýli á Fljótsdalshérað er bæði lélegt og sveiflukennt að því er segir í kvörtun eins íbúans til bæjarráðs sem tekur undir með íbúanum.

Jón Baldvin íhugar málaferli á hendur HÍ

Jón Baldvin Hannibalsson íhugar að fara í mál á hendur Háskóla Íslands vegna afgreiðslu mála hans þar, en ráðning hans sem gestafyrirlesari var dregin til baka. Augu manna beinast nú að Kristínu Ingólfsdóttur, rektors HÍ, sem ekki ætlar að tjá sig fyrr en að loknum deildarfundi félagsvísindadeild.

Vill staðfestingu á að tölvupóstur hafi farið á rangt tölvupóstfang

Fyrirtaka fór fram í al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur i dag. Verjandi Ólafs Ólafssonar, sem var einn af aðaleigendum Kaupþings, lagði fram gögn um endurupptökubeiðni og að Sérstakur saksóknari staðfesti að hann hefði sent póst á pósthólf sem Ólafur notar ekki lengur.

Pallur á vörubíl gaf sig

Pallur á vörubíl á byggingarsvæði á gömlu Hampiðjulóðinni gaf sig með þeim afleiðingum að stýrishúsið á bílnum brotnaði. Það var líkt og vindhviða hafi feykt bílnum til.

Ístak í eigu Landsbankans

Landsbankinn eignaðist í gær 99,9 prósent hlutafés í verktakafyrirtækinu Ístaki, sem áður var dótturfélag danska verktakafyrirtækisins E. Phil&Søn A/S.

Sjá næstu 50 fréttir