Umdeilt Hagstofufrumvarp í forgangi á septemberþingi Jóhanna María Einarsdóttir skrifar 3. september 2013 07:00 Alþingi kemur saman nú í september. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um mikilvægi fundahaldanna. Þingmenn hafa blendnar tilfinningar til septemberþings. Ríkisstjórnin ætlar að koma frumvarpi um Hagstofuna í gegn en það var lagt fram á sumarþingi. Stjórnarandstaðan ætlar að nýta tímann til að leggja fram fyrirspurnir og óska eftir utandagskrárumræðum. Þegar þingi var frestað í byrjun júlí náðist samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að nýtt þing kæmi saman fyrsta október í stað annars þriðjudags í september, eins og gert er ráð fyrir í þingskaparlögum. Í staðinn fékk stjórnarandstaðan það í gegn að þing kæmi saman sex daga í september.Guðmundur Steingrímsson„Ég tel þetta frekar tilgangslaust þing,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að þingið standi of stutt til að hægt sé að leggja fram ný mál. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur á hinn bóginn að þingið þjóni tilgangi. „Það er þingræði í landinu og hlutverk þingsins er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Á septemberþingi ætlum við meðal annars að krefja forsætisráðherra svara um stöðu efnahagsmála. Við viljum líka fá svör við því hvernig miðar að efna kosningaloforðin. Utanríkisráðherra þarf líka að svara fyrir Evrópumálin og stöðu þeirra. Þá þarf að ræða dóm héraðsdóms varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna,“ segir Árni Páll. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja að það verði fá ný mál lögð fram á septemberþingi, tíminn til þess sé of knappur. Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir að hann eigi von á einu eða tveimur nýjum málum frá Samfylkingunni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þingflokkurinn hittist í dag til að fara yfir hvað VG geri. Hvorki Björt framtíð né Píratar ætla að koma fram með ný mál.Árni Páll ÁrnasonRíkisstjórnin ætlar að leggja áherslu á að koma umdeildu frumvarpi um Hagstofuna í gegn. Það var lagt fram á vorþingi í tengslum við tillögur forsætisráðherra vegna skuldavanda heimilanna. Í frumvarpinu átti að gera bönkum og fjármálastofnunum skylt að veita Hagstofunni víðtækar upplýsingar um lánþega, stöðu lána, vanskil fólks og úrræði í þágu skuldara. Frumvarpið var harðlega gagnrýnt, meðal annars af forstjóra Persónuverndar, sem taldi að með því væri bankaleynd á Íslandi nánast lögð af. Frumvarpið fór í gegnum eina umræðu á sumarþingi. Þá var ákveðið að skoða það betur og taka mið af þeirri gagnrýni sem það sætti. Í sumar hefur tíminn verið notaður til að endurbæta frumvarpið. Það er nú komið til allsherjar- og menntamálanefndar þingsins til umfjöllunar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að vonast sé til að nefndin ljúki umfjöllun um frumvarpið áður en þing kemur saman svo hægt verði að taka það til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þingmenn hafa blendnar tilfinningar til septemberþings. Ríkisstjórnin ætlar að koma frumvarpi um Hagstofuna í gegn en það var lagt fram á sumarþingi. Stjórnarandstaðan ætlar að nýta tímann til að leggja fram fyrirspurnir og óska eftir utandagskrárumræðum. Þegar þingi var frestað í byrjun júlí náðist samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að nýtt þing kæmi saman fyrsta október í stað annars þriðjudags í september, eins og gert er ráð fyrir í þingskaparlögum. Í staðinn fékk stjórnarandstaðan það í gegn að þing kæmi saman sex daga í september.Guðmundur Steingrímsson„Ég tel þetta frekar tilgangslaust þing,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að þingið standi of stutt til að hægt sé að leggja fram ný mál. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur á hinn bóginn að þingið þjóni tilgangi. „Það er þingræði í landinu og hlutverk þingsins er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Á septemberþingi ætlum við meðal annars að krefja forsætisráðherra svara um stöðu efnahagsmála. Við viljum líka fá svör við því hvernig miðar að efna kosningaloforðin. Utanríkisráðherra þarf líka að svara fyrir Evrópumálin og stöðu þeirra. Þá þarf að ræða dóm héraðsdóms varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna,“ segir Árni Páll. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja að það verði fá ný mál lögð fram á septemberþingi, tíminn til þess sé of knappur. Helgi Hjörvar, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir að hann eigi von á einu eða tveimur nýjum málum frá Samfylkingunni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þingflokkurinn hittist í dag til að fara yfir hvað VG geri. Hvorki Björt framtíð né Píratar ætla að koma fram með ný mál.Árni Páll ÁrnasonRíkisstjórnin ætlar að leggja áherslu á að koma umdeildu frumvarpi um Hagstofuna í gegn. Það var lagt fram á vorþingi í tengslum við tillögur forsætisráðherra vegna skuldavanda heimilanna. Í frumvarpinu átti að gera bönkum og fjármálastofnunum skylt að veita Hagstofunni víðtækar upplýsingar um lánþega, stöðu lána, vanskil fólks og úrræði í þágu skuldara. Frumvarpið var harðlega gagnrýnt, meðal annars af forstjóra Persónuverndar, sem taldi að með því væri bankaleynd á Íslandi nánast lögð af. Frumvarpið fór í gegnum eina umræðu á sumarþingi. Þá var ákveðið að skoða það betur og taka mið af þeirri gagnrýni sem það sætti. Í sumar hefur tíminn verið notaður til að endurbæta frumvarpið. Það er nú komið til allsherjar- og menntamálanefndar þingsins til umfjöllunar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að vonast sé til að nefndin ljúki umfjöllun um frumvarpið áður en þing kemur saman svo hægt verði að taka það til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira