Innlent

Pallur á vörubíl gaf sig

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Pallurinn gaf sig með þeim afleiðingum að stýrishúsið fór í rúst
Pallurinn gaf sig með þeim afleiðingum að stýrishúsið fór í rúst Mynd/Valli
Pallur á vörubíl á byggingarsvæði á gömlu Hampiðjulóðinni gaf sig með þeim afleiðingum að stýrishúsið á bílnum brotnaði. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en Auður Þorgeirsdóttir, starfsmaður Rauða krossins í Reykjavík, varð vitni af óhappinu.

„Það var verið að losa möl úr pallinum og þá var eins og það kæmi ofboðsleg vindhviða og pallurinn á þessum risastóra vörubíl gaf sig. Stýrishúsið fór í mél og framrúðan poppaði út eins og korktappi. Bíllinn fór í klessu vinstra megin en sem betur fer var enginn farþegi í bílnum annars hefði getað farið illa. Ég sá bílstjórann hoppa út úr bílnum þannig að hann er alla vega ekki mikið slasaður,“ segir Auður.

Auður sá bílstjórann hoppa út úr bílnum þannig að hann er alla vega ekki mikið slasaður. Nú er lögreglan komin á svæðið og er verið að reyna að tæma pallinn á vörubílnum. Verið er að reisa blokkir á lóðinni sem er við Listaháskólann á mótum Stórholts og Þverholts.

Ekki hefur fengist staðfest frá lögreglu hvort vindhviða eða annað olli slysinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×