Innlent

Hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Búast má við hvössum vindhviðum
Búast má við hvössum vindhviðum Mynd/
Búist er við allhvössum eða hvössum vindi suð- og vestanlands í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Vindurinn fer upp í 20 m/sek og því spáð hvassviðri í dag ásamt þéttum skúrum. Á morgun verður hægari vindur og úrkomuminna.

Hvassar vindhviður hafa nú þegar sett mark sitt á daginn. Í morgun olli vindhviða því að pallur á vörubíl kramdi stýrishúsið og var mikil mildi að enginn slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×