Innlent

Sigmundur sat fyrir svörum á Al Jazeera

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd/Stefán
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat fyrir svörum í þættinum The Stream sem sjónvarpsstöðin Al Jazeera sendir út.

Sigmundur svaraði spurningum í beinni vefútsendingu í sæti sínu í forsætisráðuneytinu og var helsta umræðuefni skjótur bati Íslands úr efnahagskreppunni.

Áhorfendur voru duglegir við að senda inn spurningar á forsætisráðherrann, bæði íslenskir og erlendir áhorfendur.

Sigmundur var beðinn um að skýra hvers vegna Ísland hefði tekist að vinna sig svo hratt úr kreppunni. Sigmundur sagði að einkum þrennt hefði hjálpað til við það. Í fyrsta lagi nefndi hann neyðarlögin frá 2008 sem tryggðu innistæður Íslendinga. Í öðru lagi íslenska krónan og í þriðja lagi traustir atvinnuvegir líkt og sjávarútvegur.

Sigmundur Davíð talaði við Al Jazeera úr forsætisráðuneytinu.
Auk Sigmundar Davíðs kom fram þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, Hjalti Parelius, listamaður, Hilmar Pétursson, forstjóri CCP, og Róbert Bjarnason, forseti Citizens Foundation of Iceland.

Sigmundur greindi frá því í lok þáttarins að hann væri á leiðinni á ráðstefnu með öðrum forsætisráðherrum á Norðurlöndum og myndi einnig hitta Barrack Obama, Bandaríkjaforseta.

Hann kvaðst ætla að hvetja Obama til að taka þátt í The Stream þættinum hjá Al Jazeera. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×