Hæstu launin leiða launaskriðið Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2013 13:21 Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að því miður sé ekki hægt að fullyrða að laun allra félagsmanna ASÍ hafi hækkað um 29 prósent frá ársbyrjun 2009. mynd/gva Launahæstu hóparnir á almenna vinnumarkaðnum, sérstaklega í fjármálageiranum, hafa híft upp meðaltalshækkun launa á undanförnum árum, að mati forseta Alþýðusambandins. En laun á almennum markaði hafa hækkað töluvert umfram þær hækkanir sem samið var um í kjarasamningum. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að laun á almennum markaði hafi hækkað um 29 prósent frá ársbyrjun 2009. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að því miður sé ekki hægt að fullyrða að laun allra félagsmanna ASÍ hafi hækkað um þessa prósentu. Hann telur eðlilegra að miða launaþróun við stöðuna frá því skömmu fyrir kreppu vegna mismunandi stöðu kjarasamninga. „Það er hins vegar ljóst að þessi þróun hefur verið mjög mismunandi hjá einstaka hópum. Áherslur kjarasamninga hafa auðvitað verið að hækka lægstu laun, bæði lágmarkslaun og taxtalaun. Við erum t.d. með krónutöluhækkun á lægstu launin sem leiðir til þess að prósentuhækkun þeirra tekjulægri verður hærri og á að vera hærri,“ segir Gylfi. Hins vegar sé verið að skoða hvernig laun hafi þróast innan einstakra hópa en tölur Hagstofunnar bendi til mikils ójafnræðis. Gylfi segir eðlilegt að skoða stöðuna frá ársbyrjun 2008. „Þá eru almennar hækkanir t.d. frá 2008 til þessa árs (samkvæmt samningum) tæplega 25 prósent á meðan launavísitalan á þessu tímabili hækkar um 37,5 prósent,“ segir Gylfi. Munurinn er 12,5 prósentustig. En á þessu tímabili hækki lágmarkslaun um 60 prósent vegna umsaminna krónutöluhækkana á lægstu launin. Þau hífi hins vegar ekki upp launaskriðið, heldur hópar ofar í launastiganum. „Já, það kemur dálítið á óvart að það skuli vera þannig að þeir geirar okkar sem eru í efri hluta tekjuskalans, eins og bankarnir og samgöngurnar; við þekkjum það til dæmir úr fluginu, að þar séu launahækkanirnar mestar. Launaskriðið mælist t.d. mest í fjármálageiranum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Launahæstu hóparnir á almenna vinnumarkaðnum, sérstaklega í fjármálageiranum, hafa híft upp meðaltalshækkun launa á undanförnum árum, að mati forseta Alþýðusambandins. En laun á almennum markaði hafa hækkað töluvert umfram þær hækkanir sem samið var um í kjarasamningum. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að laun á almennum markaði hafi hækkað um 29 prósent frá ársbyrjun 2009. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að því miður sé ekki hægt að fullyrða að laun allra félagsmanna ASÍ hafi hækkað um þessa prósentu. Hann telur eðlilegra að miða launaþróun við stöðuna frá því skömmu fyrir kreppu vegna mismunandi stöðu kjarasamninga. „Það er hins vegar ljóst að þessi þróun hefur verið mjög mismunandi hjá einstaka hópum. Áherslur kjarasamninga hafa auðvitað verið að hækka lægstu laun, bæði lágmarkslaun og taxtalaun. Við erum t.d. með krónutöluhækkun á lægstu launin sem leiðir til þess að prósentuhækkun þeirra tekjulægri verður hærri og á að vera hærri,“ segir Gylfi. Hins vegar sé verið að skoða hvernig laun hafi þróast innan einstakra hópa en tölur Hagstofunnar bendi til mikils ójafnræðis. Gylfi segir eðlilegt að skoða stöðuna frá ársbyrjun 2008. „Þá eru almennar hækkanir t.d. frá 2008 til þessa árs (samkvæmt samningum) tæplega 25 prósent á meðan launavísitalan á þessu tímabili hækkar um 37,5 prósent,“ segir Gylfi. Munurinn er 12,5 prósentustig. En á þessu tímabili hækki lágmarkslaun um 60 prósent vegna umsaminna krónutöluhækkana á lægstu launin. Þau hífi hins vegar ekki upp launaskriðið, heldur hópar ofar í launastiganum. „Já, það kemur dálítið á óvart að það skuli vera þannig að þeir geirar okkar sem eru í efri hluta tekjuskalans, eins og bankarnir og samgöngurnar; við þekkjum það til dæmir úr fluginu, að þar séu launahækkanirnar mestar. Launaskriðið mælist t.d. mest í fjármálageiranum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira