Innlent

Sigmundur talar um skjótan bata Íslands úr efnhagskreppunni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Forsætisráðherrann var í beinni á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gærkvöldi.
Forsætisráðherrann var í beinni á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gærkvöldi. mynd/365
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat í gærkvöldi fyrir svörum í þættinum The Stream sem sjónvarpsstöðin Al Jazeera sendir út.

Eins og Vísir greindi frá í gær var Sigmundur beðinn um að skýra hvers vegna Ísland hefði tekist að vinna sig svo hratt úr kreppunni. Sigmundur sagði að einkum þrennt hefði hjálpað til við það. Í fyrsta lagi nefndi hann neyðarlögin frá 2008 sem tryggðu innistæður Íslendinga. Í öðru lagi íslenska krónan og í þriðja lagi traustir atvinnuvegir líkt og sjávarútvegur.

Hann sagði að vegna þess hve gengi krónunnar hefði lækkað hefði ferðamannaiðnaðurinn stóraukist á Íslandi og því væri mun minna atvinnuleysi hér á landi en í löndunum í kringum okkur.

Sigmundur svaraði spurningum í beinni vefútsendingu úr sæti sínu í forsætisráðuneytinu og voru áhorfendur duglegir að senda spurningar á ráðherrann. Helsta umræðuefnið var skjótur bati Íslands úr efnahagskreppunni.

Sigmundur var spurður hvort að hann fengi oft tækifæri sem þetta til þess að tala beint við Íslendinga og sagðist hann hitta samlanda sína á hverjum degi. Hann hefði líklega hitt fleira fólk á þessum fáu mánuðum síðan hann tók við stöðu forsætisráðherra en á allri ævi sinni samanlagt þangað til.



Hér að neðan má sjá viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×