Innlent

"Góðan daginn“ dagurinn er í dag

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Jón Gnarr kom deginum af stað árið 2010.
Jón Gnarr kom deginum af stað árið 2010. mynd/365
„Góðan daginn“ dagurinn er í dag. Dagurinn var haldinn í fyrsta skipti árið 2010 og er hugmyndin að deginum komin frá borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr.

Á síðu Reykjavíkurborgar segir að á „Góðan daginn“ daginn eigi fólk að vera sérstaklega gott við náunga sinn og bjóða honum góðan daginn. Dagurinn sé haldinn til þess að auka náungakærleik og viðhalda góðri íslenskri hefð.

Útfærslan sé hverjum og einum í sjálfsvald sett en það sem mestu máli skiptir er að vera almennilegur við annað fólk, brosa til þess að sjálfsögðu bjóða því góðan daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×