Ísland tekur við formennsku í nefnd um opna lofthelgi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 3. september 2013 12:39 Á myndinni má sjá þegar 500 blöðrum var sleppt árið 2008 í Vín í tilefni þess að farið hafði verið í 500 eftirlitsflug á vegum nefndarinnar. mynd/afp Ísland tók í gær við formennsku í samráðsnefnd samningsins um opna lofthelgi (e. Open Skies Treaty). 34 ríki eiga aðild að samningnum, þar á meðal Bandaríkin, Kanada, Rússland og fjölmörg ríki Evrópu. Samningurinn tók gildi árið 2002 og markmiðið með honum er að auka traust og skilning á sviði öryggismála með því að heimila eftirlit úr lofti með hergögnum og mannvirkjum í aðildarríkjunum. Aðildarríkin skiptast á að veita nefndinni formennsku í 4 mánuði í senn og Ísland mun fara með formennsku til 8. janúar á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu hefur Ísland verið með í samstarfinu frá upphafi en samið var um opna landhelgi árið 1992 þó samningurinn hafi ekki verið fullgiltur fyrr en árið 2002. Samningurinn er einn af þremur meginstoðum í því eftirlitskerfi- og afvopnunarkerfi sem varð til eftir að kalda stríðinu lauk. Þátttaka í alþjóðlegum afvopnunarmálum hefur lengi verið ein af megin áherslum íslenskra utanríkismála. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var greint frá því í ágústlok að alls hafi verið farið í eitt þúsund eftirlitsflugferðir frá gildistöku samningsins. Enn hefur þó ekki komið til þess að eftirlitsflug hafi farið yfir Ísland en alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík hefur verið notaður til að taka eldsneyti. Fundir samráðsnefndarinnar fara fram í höfuðstöðvunum í Vín og fer fyrsti fundurinn þar sem Ísland fer með formennsku fram næstkomandi mánudag. Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Ísland tók í gær við formennsku í samráðsnefnd samningsins um opna lofthelgi (e. Open Skies Treaty). 34 ríki eiga aðild að samningnum, þar á meðal Bandaríkin, Kanada, Rússland og fjölmörg ríki Evrópu. Samningurinn tók gildi árið 2002 og markmiðið með honum er að auka traust og skilning á sviði öryggismála með því að heimila eftirlit úr lofti með hergögnum og mannvirkjum í aðildarríkjunum. Aðildarríkin skiptast á að veita nefndinni formennsku í 4 mánuði í senn og Ísland mun fara með formennsku til 8. janúar á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu hefur Ísland verið með í samstarfinu frá upphafi en samið var um opna landhelgi árið 1992 þó samningurinn hafi ekki verið fullgiltur fyrr en árið 2002. Samningurinn er einn af þremur meginstoðum í því eftirlitskerfi- og afvopnunarkerfi sem varð til eftir að kalda stríðinu lauk. Þátttaka í alþjóðlegum afvopnunarmálum hefur lengi verið ein af megin áherslum íslenskra utanríkismála. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var greint frá því í ágústlok að alls hafi verið farið í eitt þúsund eftirlitsflugferðir frá gildistöku samningsins. Enn hefur þó ekki komið til þess að eftirlitsflug hafi farið yfir Ísland en alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík hefur verið notaður til að taka eldsneyti. Fundir samráðsnefndarinnar fara fram í höfuðstöðvunum í Vín og fer fyrsti fundurinn þar sem Ísland fer með formennsku fram næstkomandi mánudag.
Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira