Fleiri fréttir

Selma Björns er fjallkonan

Selma Björnsdóttir söngkona er fjallkonan í ár, en hún flutti ljóð á Austurvelli í morgun að viðstöddu fjölmenni.

Verðmæti úr innyflum þorska

Nýverið var sett á laggirnar ensímvinnsla í Codland-fullvinnsluklasanum í Grindavík. Ensímin eru unnin úr innyflum þorsksins, en rannsóknir hafa sýnt að þau hafa einstaka eiginleika og nýtast í ýmiss konar vörur og áframvinnslu.

Margt græðist með gufulögninni

Verði Hverahlíðarvirkjun ekki byggð verða sjónræn áhrif framkvæmda á Hellisheiði mun minni. Virkjunin er mikið mannvirki en hugsanlega má hylja gufulögn á milli Hverahlíðar og Hellisheiðarvirkjunar að nokkru leyti.

Nóg um að vera í dag - dagskráin

Í tilefni þjóðhátíðardagsins er ítarleg dagskrá í höfuðborginni venju samkvæmt, en hana má nálgast inni á vefnum 17.júní.is.

Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi

Niðurstöður erfðarannsóknar sýna fram á orsakasamband milli skorts á D-vítamíni og hás blóðþrýstings. Áhugavert, segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir. Stór hluti Íslendinga neyti ekki nógu mikils D-vítamíns.

Fátt um svör varðandi lögheimilisflutninging Dorritar

Opinberir aðilar vilja sama og engar upplýsingar veita um lögheimilisflutning Dorritar Moussaieff til Bretlands. Sjálf segist hún hafa fært lögheimilið til að geta rekið fyrirtæki fjölskyldu sinnar og hafnar því að skattar tengist málinu.

Ísland græðir einna mest á innflytjendum

Fá OECD-ríki græða jafnmikið á innflytjendum og Ísland. Þeir auka landsframleiðslu hér um tæpt prósent. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna sýna fram á mikilvægi þess að stutt sé við innflytjendur.

"Fátt sumarlegra en folöldin“

Það var mikil gleði hjá Gísla Haraldsyni og fjölskyldu þegar lítið folald kom í heiminn í gær eftir næturvöku og dagvakt.

50 ár frá fyrstu geimferð konunnar

Í dag héldu Rússar upp á að 50 ár eru síðan fyrsta konan fór út í geim, en þann 16. júní 1963 lagði geimfarinn Valentina Tereshkova upp í þessa sögulegu ferð.

Læknar ávísa hreyfingu í stað lyfja

Sjúklingar geta nú átt von á að læknar skrifi upp á hreyfiseðla í stað hefðbundinna lyfseðla. Markmiðið er að efla úrræði gegn lífsstílssjúkdómum en þeir orsaka tvo þriðju af öllum dauðsföllum á Íslandi í dag.

Skiptar skoðanir á hvalveiðum

Veiðar á langreyðum hefjast að nýju í kvöld eftir tveggja ára hvalveiðihlé. Skoðanir fólks á veiðunum eru afar misjafnar, eins og Hrund Þórsdóttir komst að við Reykjavíkurhöfn í dag.

Galdrakarl á mótorhjóli

24 mótorhjólamenn, sem flestir fóru yfir hálfan hnöttinn til að ferðast um Ísland, luku í dag hringferð sinni um landið. Ferðin gekk stóráfallalaust fyrir sig en ferðalangarnir eru flestir um eða yfir sjötugu.

Tossinn sem varð prófessor

"Ég er dropout úr menntaskóla, ég var rekinn úr myndlistaskólanum en samt sit ég uppi sem prófessor við Listaháskóla Íslands.“

Skrautleg hjólreiðakeppni

Hjólreiðakeppnin "KexReið“ var haldin í fyrsta sinn í Skuggahverfinu í gær. 85 manns í skrautlegum hjólagöllum tóku þátt og veðrið lék við keppendur.

Bílasprengjuárásir í Írak

Að minnsta kosti 25 eru látnir og hátt í hundrað eru særðir eftir tíu bílsprengjuárásir í átta borgum í Írak í morgun.

Ráðherra vill rukka

Ráðherra ferðamála vill sjá einhverskonar gjaldtöku á helstu ferðamannastöðum landsins og vonast til að það geti orðið að veruleika næsta sumar.

Hvalveiðar hefjast í dag

Veiðar á langreyðum hefjast að nýju í dag, eftir tveggja ára hvalveiðihlé. Afurðirnar verða sendar til Japan þar sem þær eru ætlaðar til manneldis. Hátt í 200 manns fá vinnu í tengslum við veiðarnar.

Erilsöm nótt á Akureyri

Mjög erilsamt var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en mikill fjöldi fólks er staddur í bænum vegna Bíladaga sem þar fóru fram um helgina.

Mannsins er enn leitað

Leitin að manninum sem féll í Hjaltadalsá í Hjaltadal á þriðjudaginn hefur enn engan árangur borið.

„Hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat"

Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.

Eldur á Klapparstíg

Eldur kom upp á efstu hæð að Klapparstíg 13 í 101 Reykjavík rétt í þessu. Allt tiltækt slökkvilið er farið á vettvang og viðbúnaður er mikill.

"Áður en ég tók þátt var ég alls ekki viss"

Skiptar skoðanir eru á Ungfrú Ísland keppninni meðal fyrrum sigurvegara hennar. Fegurðardrottning Íslands árið 2010 segir þátttökuna hafa gert sér gott en hún tekur undir gagnrýni á ungan aldur keppenda.

Bíladagar ganga vonum framar

Að sögn lögreglunnar á Akureyri hafa Bíladagar, sem standa nú yfir, gengið vonum framar hingað til.

Fjölmargir mótmæltu á Austurvelli

Fjöldi fólks kom saman á tónleikum á Austurvelli klukkan tvö í dag til að mótmæla niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum. Veðrið er með besta móti og góð stemning í bænum.

Íslensk hostel best

Íslensk farfuglaheimili verma fyrsta og þriðja sæti heimslista sem er nokkurs konar ánægjuvog gesta sem gista á farfuglaheimilum. Rekstraraðilar hostelanna tveggja koma úr sömu fjölskyldunni.

Persónuvernd krefur Bandaríkjastjórn um upplýsingar vegna njósna

Víðtækar persónunjósnir bandarískra yfirvalda sem uppljóstrarinn Edward Snowden varpaði ljósi á í síðustu viku snerta gjörvalla heimsbyggðina. Persónuverndarstofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa sameinast í kröfu sinni um frekari upplýsingar um málið frá Bandaríkjastjórn.

Minningarskilti í Herdísarvík

Minningarskilti um Einar Benediktsson skáld og Hlín Johnson verður afhjúpað við athöfn í Herdísarvík í Selvogi klukkan 14 í dag.

Niðurrifi Nasa mótmælt í dag

Baráttutónleikar verða haldnir á Austurvelli klukkan tvö í dag, þar sem niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum verður mótmælt.

Eru fegurðarsamkeppnir réttmætar?

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður endurvakin í ár. Skiptar skoðanir eru um réttmæti slíkra keppna og fólk er almennt klofið í afstöðu sinnar til þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir