Innlent

Niðurrifi Nasa mótmælt í dag

Baráttan fyrir þessu húsi hefur verið löng og ströng.
Baráttan fyrir þessu húsi hefur verið löng og ströng.
Baráttutónleikar verða haldnir á Austurvelli klukkan tvö í dag, þar sem niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum verður mótmælt.

Mikillar óánægju hefur gætt vegna fyrirhugaðrar byggingar hótels á Landssímareitnum svokallaða við Austurvöll. Stefnt er að því að rífa hið sögufræga Nasa hús og hefur tónlistarfólk sérstaklega harmað það. Yfir 17.000 manns hafa skrifað undir mótmæli á síðunni ekkihotel.is og yfir 200 tónlistarmenn og hljómsveitir hafa beðist vægðar fyrir hönd Nasa.

Baráttutónleikarnir í dag hefjast klukkan tvö, en þeir eru á vegum BIN-hópsins svokallaða, og meðal þeirra sem fram koma eru Raggi Bjarna, Högni Egilsson, Páll Óskar, Ágústa Eva og Daníel Ágúst.

Fundarstjóri verður Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari, og meðal þeirra sem flytja ávörp eru Áshildur Torfadóttir frá Torfusamtökunum og Ragnar Kjartansson, myndlistar- og tónlistarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×