Innlent

Golfarar leggja UNICEF lið

Nanna Elísa skrifar
Ilmur Kristjánsdóttir ásamt þátttakendunum Böðvari Bergssyni og Kormáki Geirharðssyni sem lentu í þriðja sæti.
Ilmur Kristjánsdóttir ásamt þátttakendunum Böðvari Bergssyni og Kormáki Geirharðssyni sem lentu í þriðja sæti.
Styrktargolfmót MP banka fór fram í blíðviðri fimmtudaginn 13. júní. Þekktir Íslendingar á borð við Sveppa, Ingó Veðurguð og Kormák Geirharðsson tóku þátt ásamt golfáhugafólki frá yfir þrjátíu fyrirtækjum. Mótið var haldið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og var til styrktar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Söfnuðust rúmlega 2,5 milljónir króna og rennur fjárhæðin óskipt til samtakanna. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, tók á móti þátttakendum að móti loknu og leysti sigurvegara mótsins út með veglegum verðlaunum. Til stendur að halda mótið aftur að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×