Persónuvernd krefur Bandaríkjastjórn um upplýsingar vegna njósna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. júní 2013 13:55 Stór hluti mannkyns er nettengdur og flestir nýta sér þjónustu tæknifyrirtækja á borð við Microsoft, Apple, Facebook og Google. MYND/GETTY Víðtækar persónunjósnir bandarískra yfirvalda sem uppljóstrarinn Edward Snowden varpaði ljósi á í síðustu viku snerta gjörvalla heimsbyggðina. Persónuverndarstofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa sameinast í kröfu sinni um frekari upplýsingar um málið frá Bandaríkjastjórn. Stór hluti mannkyns er nettengdur og flestir nýta sér þjónustu tæknifyrirtækja á borð við Microsoft, Apple, Facebook og Google. Þær upplýsingar sem Snowden lak til breskra fjölmiðla sýna fram á það hvernig bandaríska leyniþjónustan, í krafti njósnakerfisins Prisma, hafði greiðan aðgang að netþjónum þessara fyrirtækja. Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, hefur tekið á móti munnlegum fyrirspurnum vegna málsins. Hann segir málið sýna fram á það hvernig frjálsir einstaklingar ganga í samninga við bandarísk stórfyrirtæki sem síðan fara með persónuupplýsingar eins og þeim og þarlendum yfirvöldum þóknast. Málið sé flókið, enda hafa persónuverndarstofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu enga lögsögu í Bandaríkjunum.Edward Snowden, uppljóstrari.MYND/AP„Við höfum verið að fylgjast með málinu í gegnum persónuverndarstofnanir innan Evrópska efnahagssvæðisins. Í öllum þessum ríkjum eru starfræktar slíkar stofnanir í takt við það sem gengur og gerist hér á landi. Þessar stofnanir eru iðulega í miklu samstarfi þegar svona mál koma upp og eiga núna sameiginlega í viðræðum við stjórnvöld í Bandaríkjunum um aðgerðir vegna þessa,“ segir Hörður Helgi. Hinn einstaki netnotendi kann að upplifa ákveðið vonleysi þegar svo yfirgripsmikið mál skýtur upp kollinum. Hörður Helgi segist hafa orðið var við það á síðustu árum að einstaklingurinn finni friðhelgi sitt skreppa saman. „Að hluta til er þetta þróun sem við sem þjóðfélag erum sammála um,“ segir Hörður Helgi. „En að einhverju leyti er verið að höggva nærri friðhelgi okkar og taka af okkur stjónina á eigin upplýsingum. Við verðum hiklaust vör við þetta vonleysi sem fylgir þessari þjónustu sem boðið er upp á á netinu.“ „Fólk þarf að kynna sér þessi mál rækilega hvaða upplýsingar það setur á netið, bæði um sjálft sig sem og fjölskyldu sína,“ segir Hörður Helgi að lokum. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Víðtækar persónunjósnir bandarískra yfirvalda sem uppljóstrarinn Edward Snowden varpaði ljósi á í síðustu viku snerta gjörvalla heimsbyggðina. Persónuverndarstofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa sameinast í kröfu sinni um frekari upplýsingar um málið frá Bandaríkjastjórn. Stór hluti mannkyns er nettengdur og flestir nýta sér þjónustu tæknifyrirtækja á borð við Microsoft, Apple, Facebook og Google. Þær upplýsingar sem Snowden lak til breskra fjölmiðla sýna fram á það hvernig bandaríska leyniþjónustan, í krafti njósnakerfisins Prisma, hafði greiðan aðgang að netþjónum þessara fyrirtækja. Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, hefur tekið á móti munnlegum fyrirspurnum vegna málsins. Hann segir málið sýna fram á það hvernig frjálsir einstaklingar ganga í samninga við bandarísk stórfyrirtæki sem síðan fara með persónuupplýsingar eins og þeim og þarlendum yfirvöldum þóknast. Málið sé flókið, enda hafa persónuverndarstofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu enga lögsögu í Bandaríkjunum.Edward Snowden, uppljóstrari.MYND/AP„Við höfum verið að fylgjast með málinu í gegnum persónuverndarstofnanir innan Evrópska efnahagssvæðisins. Í öllum þessum ríkjum eru starfræktar slíkar stofnanir í takt við það sem gengur og gerist hér á landi. Þessar stofnanir eru iðulega í miklu samstarfi þegar svona mál koma upp og eiga núna sameiginlega í viðræðum við stjórnvöld í Bandaríkjunum um aðgerðir vegna þessa,“ segir Hörður Helgi. Hinn einstaki netnotendi kann að upplifa ákveðið vonleysi þegar svo yfirgripsmikið mál skýtur upp kollinum. Hörður Helgi segist hafa orðið var við það á síðustu árum að einstaklingurinn finni friðhelgi sitt skreppa saman. „Að hluta til er þetta þróun sem við sem þjóðfélag erum sammála um,“ segir Hörður Helgi. „En að einhverju leyti er verið að höggva nærri friðhelgi okkar og taka af okkur stjónina á eigin upplýsingum. Við verðum hiklaust vör við þetta vonleysi sem fylgir þessari þjónustu sem boðið er upp á á netinu.“ „Fólk þarf að kynna sér þessi mál rækilega hvaða upplýsingar það setur á netið, bæði um sjálft sig sem og fjölskyldu sína,“ segir Hörður Helgi að lokum.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira