Innlent

Minningarskilti í Herdísarvík

Kristján Már Unnarsson skrifar
Einar Benediktsson skáld á yngri árum.
Einar Benediktsson skáld á yngri árum.
Minningarskilti um Einar Benediktsson skáld og Hlín Johnson verður afhjúpað við athöfn í Herdísarvík í Selvogi klukkan 14 í dag. Jafnframt verður þar afhjúpað örnefnaskilti. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhjúpar skiltin.

Grimmhildur, félag H-nemenda við Hugvísindadeild HÍ, hefur veg og vanda af skiltinu um þau Einar og Hlín, sem voru síðustu ábúendur í Herdísarvík. Ferlir, félag áhugamanna um Herdísarvík, stendur að örnefnaskiltinu. 

Íbúðarhúsið sem þau Einar og Hlín létu byggja stendur enn í Herdísarvík og er í vörslu Háskóla Íslands. Á næsta ári verða 150 ár liðin frá fæðingu Einars og til stendur að hefja uppbyggingu í Herdísarvík til varðveislu menningarminja af því tilefni.

Hlín Johnson og Einar Benediktsson.
Einar bjó síðasta áratug ævi sinnar í Herdísarvík ásamt Hlín, sem annaðist hann í ellinni, og þar lést hann árið 1940. Hlín bjó áfram í Herdísarvík eftir andlát Einars en hún lést árið 1965.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×