Innlent

Búið að slökkva eldinn

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Betur fór en á horfðist á Klapparstíg í kvöld. Viðbúnaður var mikill og tók það allt tiltækt lið nokkrar mínútur að eiga við eldinn.
Betur fór en á horfðist á Klapparstíg í kvöld. Viðbúnaður var mikill og tók það allt tiltækt lið nokkrar mínútur að eiga við eldinn.
Búið er að slökkva eldinn sem kom upp á Klapparstíg nú fyrir skömmu.

Að sögn slökkviliðs gekk vel betur en á horfðist í fyrstu að slökkva eldinn. Allt tiltækt lið var kallað til og  viðbúnaður mjög mikill. „Þetta er oft erfitt með þessi gömlu timburhús, maður veit ekkert hvernig það fer með þau. En þetta gekk vel núna,“ sagði starfsmaður slökkviliðsins í samtali við fréttastofu 365.

Bruninn kom upp í herbergi í íbúð á þriðju hæð í húsinu sem fylltist af reyk. Búist er við að eignatjón sé töluvert. Íbúðin var mannlaus og ekki er vitað um upptök eldsins að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Eldur á Klapparstíg

Eldur kom upp á efstu hæð að Klapparstíg 13 í 101 Reykjavík rétt í þessu. Allt tiltækt slökkvilið er farið á vettvang og viðbúnaður er mikill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×