Innlent

Alvarlegt slys við Hafravatnsfjall

Þórhildu Þorkelsdóttir skrifar
Viðbúnaður var mikill við Hafrafell nú rétt í þessu.
Viðbúnaður var mikill við Hafrafell nú rétt í þessu. MYND/VÍSIR
Maður slasaðist mikið í svifvængjaslysi við Hafravatnsfell fyrir skömmu. Ekki er vitað hvað olli slysinu en maðurinn var að taka þátt í lendingakeppni Fisfélags Reykjavíkur.

Maðurinn er með meðvitund en hlaut opið beinbrot og fleiri áverka.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Reykjavíkur fóru tveir sjúkrabílar og sérútbúinn fjallabíll sendir á vettvang, en leiðin er aðeins fær jeppum. Þegar fjallabílinn kom á vettvang var fólk frá fiskeppninni  mætt og byrjað að hlúa að manninum. Hann er nú á leið til Reykjavíkur í sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×