Innlent

Krufningaskýrslan mun ekki hafa áhrif á aðbúnað Annþórs og Barkar

Annþór og Börkur á Litla Hrauni.
Annþór og Börkur á Litla Hrauni. mynd / Facebook

„Ég get ekki tjáð mig um einstök mál, en ef trúnaðargögn úr sakamáli berast Fangelsismálastofnun þá hefur það engin áhrif á vistun einstaklinga," segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, spurður út í aðbúnað Barkar Birgissonar og Annþórs Kristjáns Karlssonar, sem eru grunaðir um að hafa valdið samfanga sínum dauða í fangaklefa hans í maí á síðasta ári.



Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni þá kom fram í krufningaskýrslu, sem Vísir hefur undir höndum, að ekki væri hægt að fullyrða að fanginn Sigurður Hólm Sigurðarson hafi látist af völdum áverka sem hann hlaut í klefa sínum. Því verður þó að halda til haga að skýrslan er ekki endanlegur vitnisburður um örlög Sigurðar, enda málið enn í rannsókn.



Börkur og Annþór voru dæmdir fyrir skömmu í 7 og 8 ára fangelsi fyrir ofbeldisbrot en báðir hafa komið við sögu lögreglu vegna hrottafenginna ofbeldisbrota. Eftir að grunur féll á þá í tengslum við andlát Sigurðar voru þeir færðir á svokallaðan öryggisgang, en þar fá þeir ekki að hafa samneyti við aðra fanga nema þá sem dvelja til skamms tíma á sama gangi.



Aðspurður hvort Páll hafi fengið sömu skýrslu og Vísir hefur undir höndum, áréttaði Páll að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál en bætti við að ef embættinu hefði borist trúnaðargagn úr sakamáli, þá hefði það verið sent áfram til ríkissaksóknara til skoðunar.


Tengdar fréttir

Ekki hægt að fullyrða að fanginn hafi verið myrtur

Ekki er hægt að fullyrða að Sigurði Hólm Sigurðssyni, fanga á Litla-Hrauni, sem lést í fangelsinu í maí í fyrra hafi verið ráðinn bani. Þetta kemur fram í krufningaskýrslu sem Vísir hefur undir höndum. Tveir menn, þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, sættu einangrunarvist fyrst eftir að Sigurður Hólm lést og hafa setið í sérstakri öryggisvist frá því í júní. Rannsókn málsins er ekki lokið en beðið er eftir skýrslu dómskvadds matsmanns, réttarmeinafræðings sem fer yfir niðurstöður krufningaskýrslunn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×