Innlent

Meintur barnaníðingur áfram í gæsluvarðhaldi

Akranes.
Akranes.
Nú í morgun var í Héraðsdómi Vesturlands framlengt gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn ungum stúlkum samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Akranesi.

Hann hefur þegar sætt gæsluvarðhaldi í viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Grunur leikur á að maðurinn hafi brotið gegn tveimur stúlkum um árabil og að brotin hafi hafist um 2008 og staðið til ársins 2012.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi fer með rannsókn málsins en alls eru nú þar til rannsóknar 5 kynferðisbrotamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×