Innlent

Ingibjörg og Ragnheiður hæfastar í héraðsdóm

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Snorradóttir eru hæfastar umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst voru laus til umsóknar í október. Þetta kemur fram í umsögn dómnefndar um umsækjendur. Umsækjendur voru átta.

Um embættin sóttu: Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari, Bogi Hjálmtýsson, lögfræðingur, Hrannar Már S. Hafberg, aðstoðarmaður dómara, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, settur héraðsdómari, Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómslögmaður, Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur héraðsdómari, Stefán Erlendsson, héraðsdómslögmaður og Þórður Cl. Þórðarson, hæstaréttarlögmaður og bæjarlögmaður Kópavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×