Innlent

Garðfuglatalning Fuglaverndar fer fram um helgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk er hvatt til að telja fugla um helgina.
Fólk er hvatt til að telja fugla um helgina.
Árleg garðfuglatalning Fuglaverndar fer fram núna um helgina. Fólk er hvatt til að fylgjast með garði í klukkutíma í dag, á morgun og á sunnudag eða mánudag. Þá þarf að skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, það er þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Svo getur fólk skráð niðurstöður á Garðfuglavefnum, eða sent upplýsingarnar á skráningarblaði til Fuglaverndar. Frekari upplýsingar um þetta má nálgast um þetta hér á vefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×