Innlent

Tekjutenging gjalda of flókin

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Leikskólagjöld verða ekki tekjutengd.
Leikskólagjöld verða ekki tekjutengd.
Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hafnaði á síðasta fundi hugmyndum fulltrúa minnihlutans um að skoðað yrði að koma til móts við tekjulága hópa með því að miða gjaldskrána við fleiri þætti en félagslega stöðu, til dæmis með tekjutengingum.

„Tekjutenging er mjög flókin í framkvæmd og ef opnað er á hana í leikskólunum þá verður alltaf álitamál hvar á að draga línuna," bókaði meirihlutinn og vísaði jafnframt til fulltrúa foreldra í leikskólanefnd sem hefðu talið tekjutengingu gjalda þarfnast heildarskoðunar. Ekki væri hægt að samþykkja tekjutengingu á eina tegund gjalda frekar en aðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×