Innlent

Slys á leikskóla ekki lögreglumál

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd/Getty
Slys sem varð á leikskóla í Reykjavík á þriðjudag, þar sem þriggja ára stúlka höfuðkúpubrotnaði, var ekki þess eðlis að kalla þyrfti til lögreglu.

Þetta segir Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi fræðslusviðs Reykjavíkurborgar, en slysið atvikaðist þannig að skápur á hjólum féll ofan á stúlkuna þegar nokkur börn voru að toga skúffu úr honum.

Skáparnir, sem koma frá Barnasmiðjunni, eru með lausum skúffum og rétt rúmur metri á hæð. Að sögn Sigrúnar hafa þau tilmæli verið send til annarra leikskóla að huga að sambærilegum skápum.

Sigrún gat ekki gefið upplýsingar um líðan stúlkunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×