Aldrei fleiri hafa leitað til Barnahúss en nú í janúar Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. janúar 2013 07:00 Forstöðukona segir Barnahús ekki anna þeirri miklu eftirspurn sem hefur skapast síðustu ár eftir þjónustu staðarins. Aldrei hafi jafn margir haft samband og nú í janúar. fréttablaðið/GVA Eftirspurn eftir viðtölum og þjónustu í Barnahúsi hefur aldrei verið meiri en nú í janúar. Ólöf Ásta Farestveit, forsvarskona Barnahúss, segir vissulega nokkrar holskeflur hafa komið undanfarin ár, þegar umræður um kynferðisbrot gegn börnum standa sem hæst, en að aldrei hafi aðsóknin þó verið jafn mikil og nú. „Við erum gjörsamlega á haus, vægt til orða tekið," segir Ólöf. „Það er fullt af börnum sem segja frá ofbeldi í kjölfar svona umræðu, líka þau sem hafa verið við það að segja frá en eru að kikna undan álaginu." Ólöf segir einnig að áhyggjufullir foreldrar hafi hringt óvenjumikið í Barnahús undanfarnar tvær vikur, sem og skólayfirvöld. „Það er alltaf haft mikið samband við okkur frá skólunum, en það er einstaklega mikið núna," segir Ólöf og bætir við að þó mikið af nýjum málum sé að koma fram ýfi umræðan einnig upp gömul sár hjá börnum sem hafa lokið meðferð og þurfa á ný að snúa sér til Barnahúss. „Umræðan hefur alveg svakaleg áhrif," segir hún. „Ég hef aldrei upplifað annað eins, síminn stoppar ekki." Ólöf segir að símtölum hafi tekið að fjölga um tveimur dögum eftir að þáttur Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson fór í loftið, þann 7. janúar. En nú fyrst séu þyngri málin að hrannast inn, þar sem þau þurfa fyrst að fara í gegnum barnaverndarnefndir sem meta hvort ástæða sé til að senda börnin í könnunarviðtöl í Barnahúsi, sem og greinargerðir frá dómstólum. Þótt áhrif umræðunnar séu vissulega jákvæð annar Barnahús ekki eftirspurn þegar svo gríðarlegur fjöldi sækist eftir þjónustu þaðan. Fjórir sérfræðingar vinna nú þar í fullri vinnu en húsinu berast á bilinu 280 til 300 mál á ári, sem aukast stöðugt. Ekki hefur verið tekinn saman heildarfjöldi í janúar en Ólöf segir aukninguna tvímælalaust töluverða. „Húsnæðið okkar er löngu sprungið og málafjöldinn löngu kominn yfir það sem Barnahúsi var upphaflega ætlað að sinna," segir hún. „Það þarf fleira starfsfólk og stærra húsnæði, því þetta gerir það að verkum að börnin komast ekki eins fljótt að. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Eftirspurn eftir viðtölum og þjónustu í Barnahúsi hefur aldrei verið meiri en nú í janúar. Ólöf Ásta Farestveit, forsvarskona Barnahúss, segir vissulega nokkrar holskeflur hafa komið undanfarin ár, þegar umræður um kynferðisbrot gegn börnum standa sem hæst, en að aldrei hafi aðsóknin þó verið jafn mikil og nú. „Við erum gjörsamlega á haus, vægt til orða tekið," segir Ólöf. „Það er fullt af börnum sem segja frá ofbeldi í kjölfar svona umræðu, líka þau sem hafa verið við það að segja frá en eru að kikna undan álaginu." Ólöf segir einnig að áhyggjufullir foreldrar hafi hringt óvenjumikið í Barnahús undanfarnar tvær vikur, sem og skólayfirvöld. „Það er alltaf haft mikið samband við okkur frá skólunum, en það er einstaklega mikið núna," segir Ólöf og bætir við að þó mikið af nýjum málum sé að koma fram ýfi umræðan einnig upp gömul sár hjá börnum sem hafa lokið meðferð og þurfa á ný að snúa sér til Barnahúss. „Umræðan hefur alveg svakaleg áhrif," segir hún. „Ég hef aldrei upplifað annað eins, síminn stoppar ekki." Ólöf segir að símtölum hafi tekið að fjölga um tveimur dögum eftir að þáttur Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson fór í loftið, þann 7. janúar. En nú fyrst séu þyngri málin að hrannast inn, þar sem þau þurfa fyrst að fara í gegnum barnaverndarnefndir sem meta hvort ástæða sé til að senda börnin í könnunarviðtöl í Barnahúsi, sem og greinargerðir frá dómstólum. Þótt áhrif umræðunnar séu vissulega jákvæð annar Barnahús ekki eftirspurn þegar svo gríðarlegur fjöldi sækist eftir þjónustu þaðan. Fjórir sérfræðingar vinna nú þar í fullri vinnu en húsinu berast á bilinu 280 til 300 mál á ári, sem aukast stöðugt. Ekki hefur verið tekinn saman heildarfjöldi í janúar en Ólöf segir aukninguna tvímælalaust töluverða. „Húsnæðið okkar er löngu sprungið og málafjöldinn löngu kominn yfir það sem Barnahúsi var upphaflega ætlað að sinna," segir hún. „Það þarf fleira starfsfólk og stærra húsnæði, því þetta gerir það að verkum að börnin komast ekki eins fljótt að.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira