Innlent

Kvótinn aukinn um 220 dýr í ár

Þorgils Jónsson skrifar
Leyfilegt verður að veiða 1.229 hreindýr í ár.
Leyfilegt verður að veiða 1.229 hreindýr í ár.
Heimilt verður að veiða allt að 1.229 hreindýr í ár. Það er fjölgun um 220 dýr frá síðasta ári en umhverfisráðherra ákveður þennan kvóta að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.

Alls verður leyft að veiða 623 kýr og 606 tarfa. Veiði skiptist milli níu veiðisvæða. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september en þó getur Umhverfisstofnun, sem fer með sölu veiðiheimilda, heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×