Fleiri fréttir Íbúar fjölbýlishúss flúðu undan eldi í kjallara hússins Eldur kviknaði í ruslageymslu í kjallara fjögurra hæða fjölbýlishúss í Breiðholti upp úr miðnætti og barst reykur upp allan stigaganginn og inn í nokkrar íbúðir. 18.12.2012 06:49 Lögreglumaður kom að manninum sárum og blóðugum á Alþingi Karlmaður á miðjum aldri reyndi að vinna sér mein inni á salerni í Alþingishúsinu um klukkan tíu í gærkvöldi og var hann fluttur á slysadeild, þar sem gert var að sárum hans og er hann ekki í lífshættu. 18.12.2012 06:46 Fanginn sem flúði af Litla Hrauni enn ófundinn Lögreglan á Selfossi, í samstarfi við lögregluembætti annarsstaðar á landinu hefur í gærkvöldi og í nótt unnið eftir vísbendingum um flótta fanga frá Litla Hrauni í gær, en án árangurs. 18.12.2012 06:43 Mæla magnið af dauðri síld í Kolgrafarfirði Menn frá Hafrannsóknastofnun ætla í dag á báti inn á Kolgrafarfjörð til þess að freista þess að meta hversu mikið af dauðri síld er á botni fjarðarins, eftir að kafari sá um helgina heilu flekkina af dauðri sild þar. 18.12.2012 06:23 Umræðu um rammaáætlunina lýkur í dag Umræðu um rammaáætlunina svonefndu, sem snýst um vernd og nýtingu orkusvæða, lýkur á Alþingi í dag, eftir að hafa staðið í nokkra daga og svo verða greidd atkvæði um hana þegar þing kemur saman eftir jólahlé 14. janúar. 18.12.2012 06:20 Samkomulag náðist um framhald þingstarfa Samkomulag um framhald þingstarfa á Alþingi náðist á tólfta tímanum í kvöld. Samkomulagið felur í sér að umræðu um rammaáætlun í virkjunarmálum verður hætt á morgun og ekki verður gengið til atkvæða um hana fyrr en þann 14. janúar næstkomandi. 18.12.2012 00:16 Umræðum frestað eftir að maður skaðaði sig inni á Alþingi Þingfundi var slitið á Alþingi í kvöld upp úr klukkan tíu eftir að í ljós kom að karlmaður hafði reynt að skaða sig inni á salerni rétt hjá þingpöllunum. 17.12.2012 23:21 Kærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn konu sama dag og hann fékk nálgunarbann Maðurinn, sem er kærður fyrir að hafa misþyrmt átján ára stúlku með hrottafengnum hætti á gistiheimili á dögunum, varð næstum manni að bana árið 2003 þegar hann skallaði hann í andlitið, þannig tennur brotnuðu, og skar hann svo á háls. 17.12.2012 22:28 Stjúpu Matthíasar komið í skjól - sá hættulegasti sem hefur strokið í mörg ár Stjúpu mannsins, sem strauk af Litla-Hrauni í dag, hefur verið komið í skjól, en það var gert mjög fljótlega eftir að upp komst um flóttann. 17.12.2012 21:26 Vinátta Dana og Íslendings leiddi af sér saltverksmiðju Vinátta Íslendings og Dana, sem kynntust þegar þeir voru í námi í Árósum í Danmörku fyrir fjórum árum, tók óvænta stefnu í sumar þegar þeir ákváðu að reisa saltverksmiðju á Reykhólum. Byrjað var að reisa verksmiðjuna nú desember. 17.12.2012 21:00 Náttúruvænna að vera með lifandi jólatré heldur en gervitré Vangaveltur hafa verið uppi um að það sé náttúruvænna að vera með gervitré heldur en venjulegt tré. Það er þó ekki endilega rétt, því gervitrén eru oft framleidd í Asíu með mjög mengandi hætti og þeim er svo flogið hingað til lands með tilheyrandi mengun. 17.12.2012 20:29 Hátt í 200 milljón króna lán fór í gistiheimilarekstur Íbúðalánasjóður veitti 192 milljóna króna lán til leigufélags sem síðan nýtti lánið til gistihúsareksturs. Slík starfsemi er ekki lánshæf samkvæmt reglum Íbúðalánasjóðs. Þær upplýsingar fengust hjá sjóðnum að hann hafi ekki vitað annað en að leigumiðlun ætti að fara fram í húsinu og aldrei hafi tilkynnt um að breytingar hafi orðið á þeirri starfsemi. 17.12.2012 19:11 Segir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki hafa velt vandanum yfir á launafólk Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki hafa velt vanda sínum yfir á launafólk sem er ekki aflögufært. Þetta segir forseti Alþýðusambands Íslands sem vill að launaliður kjarasamninganna verði endurskoðaður. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir ekkert þangað að sækja. 17.12.2012 18:58 Segir minnihluta koma í veg fyrir að mikilvæg mál komist á dagskrá Minnihluti Alþingis kemur með málþófi í veg fyrir að mikilvæg mál komist á dagskrá þingsins líkt og fjárlög. Þetta segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Óvissa er enn um þinglok en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að umræðum um rammaáætlun verði frestað fram yfir áramót. 17.12.2012 18:50 Árásin á gistiheimilinu: kærður fyrir nauðgun og ofbeldi gegn 4 konum Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldskröfu yfir 33 ára karlmanni sem beitti konu hrottalegu ofbeldi á gistiheimili á Snorrabraut fyrir skömmu. Maðurinn er grunaður um fjögur ofbeldisbrot sem öll beindust að konum, auk þess sem hann var kærður fyrir að nauðga konu með hrottafengnum hætti í ágúst síðastliðnum. Hann hefur margsinnis komist í kast við lögin, meðal annars var hann dæmdur fyrir tilraun til manndráps árið 2003. 17.12.2012 17:37 Segir ekkert hæft í því að Eir hafi misnotað fé úr framkvæmdasjóði aldraðra Sigurður Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar, segir ekkert hæft í því að heimilið hafi misnotað fé frá framkvæmdasjóði aldraðra, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar . 17.12.2012 17:11 Strokufanginn sat inni fyrir tilraun til manndráps Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. 17.12.2012 17:04 Vill tíu milljónir í skaðabætur - Álíka mál þekkist ekki í heiminum Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. 17.12.2012 16:14 Fangi strauk af Litla-Hrauni Fangi strauk af Litla Hrauni um eittleytið í dag. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um strokið um þrjúleytið og er nú að leita að honum. Lögreglan vildi engar upplýsingar gefa um fangann þegar Vísir spurðist fyrir um málið í dag. 17.12.2012 16:06 Eldsvoði í Breiðholti Eldur kom upp í þaki að Orrahólum í Breiðholti. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var allt tiltækt slökkvilið boðað á staðinn. Ekki var um mikinn eld að ræða samkvæmt sjónarvotti og hefur slökkvilið nú ráðið niðurlögum eldsins. 17.12.2012 16:01 Gefur engar skýringar um hvaða brot áttu sér stað Það er verið að kanna starfsskyldur hans og hann er leystur frá vinnuskyldu í þessari viku, segir Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Starfandi bæjarstjóri og bæjarritari var leystur frá störfum tímabundið í gær, en engar upplýsingar hafa fengist um það hvaða brot á starfsskyldum bæjarstjórinn er grunaður um. 17.12.2012 15:40 Umræðan um sykurskatt í skötulíki "Þetta mál er í skötulíki, rétt eins og önnur mál sem tengjast bandorminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur situr í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp til breytinga á lögum um vörugjöld á matvælum hefur verið rætt undanfarna daga. Með breytingunum munu vörugjöld á sykur hækka. 17.12.2012 15:18 Staðan tekin fyrir endurskoðun kjarasamninga Samninganefnd ASÍ og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi í dag þar sem rætt verður um endurskoðun kjarasamninga. Þetta er fyrsti fundur þessara aðila í aðdraganda síðustu endurskoðunar núgildandi kjarasamninga en niðurstaða hennar þarf að liggja fyrir 21. janúar næstkomandi. 17.12.2012 14:20 Seðlabankinn braut jafnréttislög Seðlabanki Íslands braut jafnréttislög þegar hann réð karlmann í starf sérfræðings í lánamálum ríkisins í stað konu. Þetta segir í nýjum úrskurði kærunefndar jafnréttismála. 17.12.2012 13:47 Vonast til að hægt verði að ákveða þinghlé fyrir dagslok Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vonast eftir því að hægt verði að ákveða fyrir dagslok hvenær þingið fer í jólafrí. Eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar eru einungis þrír dagar eftir af starfsáætlun þingsins en fjölmörg mál bíða afgreiðslu. 17.12.2012 13:29 Starfandi bæjarstjóri leystur frá störfum Bæjarstjórn Akraness ákvað á lokuðum fundi sínum í gær að Jón Pálmi Pálsson bæjarritari og settur bæjarstjóri verði tímabundið leystur frá vinnuskyldu þessa viku. 17.12.2012 13:16 Sjö hundruð lítrar af gambra í íbúð Um sjö hundruð lítrar af gambra í gerjun fannst í íbúðarhúsnæði á Selfossi í síðustu viku. Að sögn lögreglu var gerð húsleit í húsinu vegna gruns um framleiðsluna og reyndist hann á rökum reistur. Um 40 lítrar af fullbúnum landa fundust einnig í húsinu. Tveir menn eru grunaðir um framleiðsluna og er málið í rannsókn hjá lögreglu. 17.12.2012 13:07 Villtar kanínur valda tjóni Villtum kanínum fer ört fjölgandi á bæjum í grennd við Selfoss og eru þær farnar að valda tjóni. Bændur eru ráðalusir og ekkert þýðir að siga hundum á þær, því þær stinga þá af eins og ekkert sé. 17.12.2012 13:06 Krefja Eir um styrki sem þeir telja að hafi verið misnotaðir Stjórn framkvæmdastjóðs aldraðara ætlar að krefja hjúkrunarheimilið Eir um endurgreiðslu styrkja sem rökstuddur grunur er fyrir að hafi verið misnotaðir. Eir fékk um hálfan milljarð króna í styrki frá sjóðnum á síðasta áratug. 17.12.2012 12:54 Um helmingur landsmanna með gervitré Tæplega 91% landsmanna ætla að vera með jólatré í ár. Tæplega 52% ætla að vera með gervitré, en um 39% ætla að vera með lifandi jólatré. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar MMR en hún var gerð dagana 7-11. desember 2012. Alls voru 877 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára spurðir. 17.12.2012 12:47 Sigurjón með 10 mál á sér Sigurjón Árnason er með tíu mál á sér, sagði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, í fyrirtöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar var tekið fyrir mál sem slitastjórn Landsbankans hefur höfðað gegn Sigurjóni og Halldóri J. Kristjánssyni en bankinn krefst 37 milljarða króna frá hvorum. Hann hefur líka stefnt Elínu Sigfúsdóttur, sem var framkvæmdastjóri hjá bankanum fyrir hrun, en síðan bankastjóri um skeið. Auk þeirra þriggja hefur bankinn stefnt nokkrum félögum sem bankinn var í viðskiptum við. 17.12.2012 11:00 Íslendingar endurnýjuðu trú okkar á manngæsku á árinu Íslendingar eiga fulltrúa á lista á vefsíðunni buzzfeed.com sem 1,2 milljónir manna hafa deilt á Facebook og 35 þúsund sett á Twitter-síðu sína. Listinn ber einfaldlega titilinn: "26 augnablik sem að endurnýjuðu trú okkar á manngæsku á árinu.“ 17.12.2012 10:12 Fundað um þinglok Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum núna klukkan tíu um þinglokin. Enn hefur ekki náðst samkomulag um þau en fundað var um málið um helgina en án árangurs. Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ljóst sé að fjárlögin þurfi að klárast fyrir áramót en önnur mál geti beðið fram á nýtt ár. 17.12.2012 09:47 Framhaldsskólakennurum með réttindi fjölgar stöðugt Alls höfðu 86,3% starfsmanna við kennslu í framhaldsskólum í nóvember í fyrra kennsluréttindi. Hlutfall kennara með kennsluréttindi hefur ekki verið svona hátt frá því að gagnasöfnun Hagstofunnar um starfsfólk í framhaldsskólum hófst fyrir rúmlega áratug. 17.12.2012 09:05 Hálka og snjóþekja víða á landinu Hálka eða hálkublettir eru víða bæði á Suður- og Vesturlandi, einkum í uppsveitum. 17.12.2012 07:19 Ungur maður tekinn við að stela úr bílum Lögreglan á Selfossi handtók í nótt ungan mann sem var að fara inn í bíla og stela ýmsu smálegu úr þeim. 17.12.2012 06:52 Löndunarbið á Vopnafirði um helgina Löndunarbið skapaðist á Vopnafirði um helgina þegar þjú stór loðnuskip komu þangað með farma, nánast samtímis. 17.12.2012 06:49 Víða hefur snjóað norðaustanlands Víða hefur snjóað norðaustanlands í nótt en þó ekki svo mikið að færð hafi spillst, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Það snjóaði til dæmis töluvert á Akureyri og er þar hálka á götum. 17.12.2012 06:47 Sundlaugavegur lokaður í dag Sundlaugavegur í Reykjavík verður lokaður á milli Reykjavegar og Dalbrautar frá klukkan níu til klukkan þrjú í dag vegna viðgerða á götunni. 17.12.2012 06:34 Mannréttindastofnun verður komið á fót Sjálfstæðri mannréttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðuneytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum. 17.12.2012 06:30 Vildi Hitler á frímerki en fékk ekki „Þetta er mjög vinsælt, en þetta er náttúrulega lúxusvara og það þarf að borga meira fyrir frímerkið,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, en hægt er að láta prenta frímerki eftir fjölskyldumyndum eða hvaða myndum sem verða vill. „Þetta gefur extra „töts“ á umslagið og gerir það persónulegra. Það er merkilegt að vera á frímerki.“ 17.12.2012 06:30 Formúlubílar, börn og dýr á frímerkin fólkEf marka má númerastandinn í pósthúsinu í Austurstræti eru frímerkjasafnarar burðarás í starfsemi Íslandspósts. Þar eru tveir valkostir í boði þegar númer er tekið fyrir þjónustu; almenn þjónusta og frímerkjasafnarar. 17.12.2012 06:30 Stærsta framkvæmd frá hruni boðin út "Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma,“ segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu. 17.12.2012 06:30 Tíminn verður notaður í frekara samráð Umhverfisráðherra hefur framlengt frest til að sækja um undanþágu frá ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar. Fresturinn átti að renna út um áramót en nú verður hægt að fá undanþágu til 15. apríl næstkomandi. 17.12.2012 06:30 Ríkinu hótað dómsmáli Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur brýnt fyrir íslenskum stjórnvöldum að ljúka við innleiðingu þriðju tilskipunar Evrópusambandsins gegn peningaþvætti. Verði ekki gerðar viðeigandi ráðstafanir innan tveggja mánaða verður farið með málið fyrir EFTA-dómstólinn. 17.12.2012 06:30 Sjá næstu 50 fréttir
Íbúar fjölbýlishúss flúðu undan eldi í kjallara hússins Eldur kviknaði í ruslageymslu í kjallara fjögurra hæða fjölbýlishúss í Breiðholti upp úr miðnætti og barst reykur upp allan stigaganginn og inn í nokkrar íbúðir. 18.12.2012 06:49
Lögreglumaður kom að manninum sárum og blóðugum á Alþingi Karlmaður á miðjum aldri reyndi að vinna sér mein inni á salerni í Alþingishúsinu um klukkan tíu í gærkvöldi og var hann fluttur á slysadeild, þar sem gert var að sárum hans og er hann ekki í lífshættu. 18.12.2012 06:46
Fanginn sem flúði af Litla Hrauni enn ófundinn Lögreglan á Selfossi, í samstarfi við lögregluembætti annarsstaðar á landinu hefur í gærkvöldi og í nótt unnið eftir vísbendingum um flótta fanga frá Litla Hrauni í gær, en án árangurs. 18.12.2012 06:43
Mæla magnið af dauðri síld í Kolgrafarfirði Menn frá Hafrannsóknastofnun ætla í dag á báti inn á Kolgrafarfjörð til þess að freista þess að meta hversu mikið af dauðri síld er á botni fjarðarins, eftir að kafari sá um helgina heilu flekkina af dauðri sild þar. 18.12.2012 06:23
Umræðu um rammaáætlunina lýkur í dag Umræðu um rammaáætlunina svonefndu, sem snýst um vernd og nýtingu orkusvæða, lýkur á Alþingi í dag, eftir að hafa staðið í nokkra daga og svo verða greidd atkvæði um hana þegar þing kemur saman eftir jólahlé 14. janúar. 18.12.2012 06:20
Samkomulag náðist um framhald þingstarfa Samkomulag um framhald þingstarfa á Alþingi náðist á tólfta tímanum í kvöld. Samkomulagið felur í sér að umræðu um rammaáætlun í virkjunarmálum verður hætt á morgun og ekki verður gengið til atkvæða um hana fyrr en þann 14. janúar næstkomandi. 18.12.2012 00:16
Umræðum frestað eftir að maður skaðaði sig inni á Alþingi Þingfundi var slitið á Alþingi í kvöld upp úr klukkan tíu eftir að í ljós kom að karlmaður hafði reynt að skaða sig inni á salerni rétt hjá þingpöllunum. 17.12.2012 23:21
Kærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn konu sama dag og hann fékk nálgunarbann Maðurinn, sem er kærður fyrir að hafa misþyrmt átján ára stúlku með hrottafengnum hætti á gistiheimili á dögunum, varð næstum manni að bana árið 2003 þegar hann skallaði hann í andlitið, þannig tennur brotnuðu, og skar hann svo á háls. 17.12.2012 22:28
Stjúpu Matthíasar komið í skjól - sá hættulegasti sem hefur strokið í mörg ár Stjúpu mannsins, sem strauk af Litla-Hrauni í dag, hefur verið komið í skjól, en það var gert mjög fljótlega eftir að upp komst um flóttann. 17.12.2012 21:26
Vinátta Dana og Íslendings leiddi af sér saltverksmiðju Vinátta Íslendings og Dana, sem kynntust þegar þeir voru í námi í Árósum í Danmörku fyrir fjórum árum, tók óvænta stefnu í sumar þegar þeir ákváðu að reisa saltverksmiðju á Reykhólum. Byrjað var að reisa verksmiðjuna nú desember. 17.12.2012 21:00
Náttúruvænna að vera með lifandi jólatré heldur en gervitré Vangaveltur hafa verið uppi um að það sé náttúruvænna að vera með gervitré heldur en venjulegt tré. Það er þó ekki endilega rétt, því gervitrén eru oft framleidd í Asíu með mjög mengandi hætti og þeim er svo flogið hingað til lands með tilheyrandi mengun. 17.12.2012 20:29
Hátt í 200 milljón króna lán fór í gistiheimilarekstur Íbúðalánasjóður veitti 192 milljóna króna lán til leigufélags sem síðan nýtti lánið til gistihúsareksturs. Slík starfsemi er ekki lánshæf samkvæmt reglum Íbúðalánasjóðs. Þær upplýsingar fengust hjá sjóðnum að hann hafi ekki vitað annað en að leigumiðlun ætti að fara fram í húsinu og aldrei hafi tilkynnt um að breytingar hafi orðið á þeirri starfsemi. 17.12.2012 19:11
Segir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki hafa velt vandanum yfir á launafólk Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki hafa velt vanda sínum yfir á launafólk sem er ekki aflögufært. Þetta segir forseti Alþýðusambands Íslands sem vill að launaliður kjarasamninganna verði endurskoðaður. Formaður Samtaka atvinnulífsins segir ekkert þangað að sækja. 17.12.2012 18:58
Segir minnihluta koma í veg fyrir að mikilvæg mál komist á dagskrá Minnihluti Alþingis kemur með málþófi í veg fyrir að mikilvæg mál komist á dagskrá þingsins líkt og fjárlög. Þetta segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Óvissa er enn um þinglok en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að umræðum um rammaáætlun verði frestað fram yfir áramót. 17.12.2012 18:50
Árásin á gistiheimilinu: kærður fyrir nauðgun og ofbeldi gegn 4 konum Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldskröfu yfir 33 ára karlmanni sem beitti konu hrottalegu ofbeldi á gistiheimili á Snorrabraut fyrir skömmu. Maðurinn er grunaður um fjögur ofbeldisbrot sem öll beindust að konum, auk þess sem hann var kærður fyrir að nauðga konu með hrottafengnum hætti í ágúst síðastliðnum. Hann hefur margsinnis komist í kast við lögin, meðal annars var hann dæmdur fyrir tilraun til manndráps árið 2003. 17.12.2012 17:37
Segir ekkert hæft í því að Eir hafi misnotað fé úr framkvæmdasjóði aldraðra Sigurður Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar, segir ekkert hæft í því að heimilið hafi misnotað fé frá framkvæmdasjóði aldraðra, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar . 17.12.2012 17:11
Strokufanginn sat inni fyrir tilraun til manndráps Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. 17.12.2012 17:04
Vill tíu milljónir í skaðabætur - Álíka mál þekkist ekki í heiminum Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. 17.12.2012 16:14
Fangi strauk af Litla-Hrauni Fangi strauk af Litla Hrauni um eittleytið í dag. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um strokið um þrjúleytið og er nú að leita að honum. Lögreglan vildi engar upplýsingar gefa um fangann þegar Vísir spurðist fyrir um málið í dag. 17.12.2012 16:06
Eldsvoði í Breiðholti Eldur kom upp í þaki að Orrahólum í Breiðholti. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var allt tiltækt slökkvilið boðað á staðinn. Ekki var um mikinn eld að ræða samkvæmt sjónarvotti og hefur slökkvilið nú ráðið niðurlögum eldsins. 17.12.2012 16:01
Gefur engar skýringar um hvaða brot áttu sér stað Það er verið að kanna starfsskyldur hans og hann er leystur frá vinnuskyldu í þessari viku, segir Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Starfandi bæjarstjóri og bæjarritari var leystur frá störfum tímabundið í gær, en engar upplýsingar hafa fengist um það hvaða brot á starfsskyldum bæjarstjórinn er grunaður um. 17.12.2012 15:40
Umræðan um sykurskatt í skötulíki "Þetta mál er í skötulíki, rétt eins og önnur mál sem tengjast bandorminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur situr í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp til breytinga á lögum um vörugjöld á matvælum hefur verið rætt undanfarna daga. Með breytingunum munu vörugjöld á sykur hækka. 17.12.2012 15:18
Staðan tekin fyrir endurskoðun kjarasamninga Samninganefnd ASÍ og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi í dag þar sem rætt verður um endurskoðun kjarasamninga. Þetta er fyrsti fundur þessara aðila í aðdraganda síðustu endurskoðunar núgildandi kjarasamninga en niðurstaða hennar þarf að liggja fyrir 21. janúar næstkomandi. 17.12.2012 14:20
Seðlabankinn braut jafnréttislög Seðlabanki Íslands braut jafnréttislög þegar hann réð karlmann í starf sérfræðings í lánamálum ríkisins í stað konu. Þetta segir í nýjum úrskurði kærunefndar jafnréttismála. 17.12.2012 13:47
Vonast til að hægt verði að ákveða þinghlé fyrir dagslok Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vonast eftir því að hægt verði að ákveða fyrir dagslok hvenær þingið fer í jólafrí. Eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar eru einungis þrír dagar eftir af starfsáætlun þingsins en fjölmörg mál bíða afgreiðslu. 17.12.2012 13:29
Starfandi bæjarstjóri leystur frá störfum Bæjarstjórn Akraness ákvað á lokuðum fundi sínum í gær að Jón Pálmi Pálsson bæjarritari og settur bæjarstjóri verði tímabundið leystur frá vinnuskyldu þessa viku. 17.12.2012 13:16
Sjö hundruð lítrar af gambra í íbúð Um sjö hundruð lítrar af gambra í gerjun fannst í íbúðarhúsnæði á Selfossi í síðustu viku. Að sögn lögreglu var gerð húsleit í húsinu vegna gruns um framleiðsluna og reyndist hann á rökum reistur. Um 40 lítrar af fullbúnum landa fundust einnig í húsinu. Tveir menn eru grunaðir um framleiðsluna og er málið í rannsókn hjá lögreglu. 17.12.2012 13:07
Villtar kanínur valda tjóni Villtum kanínum fer ört fjölgandi á bæjum í grennd við Selfoss og eru þær farnar að valda tjóni. Bændur eru ráðalusir og ekkert þýðir að siga hundum á þær, því þær stinga þá af eins og ekkert sé. 17.12.2012 13:06
Krefja Eir um styrki sem þeir telja að hafi verið misnotaðir Stjórn framkvæmdastjóðs aldraðara ætlar að krefja hjúkrunarheimilið Eir um endurgreiðslu styrkja sem rökstuddur grunur er fyrir að hafi verið misnotaðir. Eir fékk um hálfan milljarð króna í styrki frá sjóðnum á síðasta áratug. 17.12.2012 12:54
Um helmingur landsmanna með gervitré Tæplega 91% landsmanna ætla að vera með jólatré í ár. Tæplega 52% ætla að vera með gervitré, en um 39% ætla að vera með lifandi jólatré. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar MMR en hún var gerð dagana 7-11. desember 2012. Alls voru 877 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára spurðir. 17.12.2012 12:47
Sigurjón með 10 mál á sér Sigurjón Árnason er með tíu mál á sér, sagði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, í fyrirtöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar var tekið fyrir mál sem slitastjórn Landsbankans hefur höfðað gegn Sigurjóni og Halldóri J. Kristjánssyni en bankinn krefst 37 milljarða króna frá hvorum. Hann hefur líka stefnt Elínu Sigfúsdóttur, sem var framkvæmdastjóri hjá bankanum fyrir hrun, en síðan bankastjóri um skeið. Auk þeirra þriggja hefur bankinn stefnt nokkrum félögum sem bankinn var í viðskiptum við. 17.12.2012 11:00
Íslendingar endurnýjuðu trú okkar á manngæsku á árinu Íslendingar eiga fulltrúa á lista á vefsíðunni buzzfeed.com sem 1,2 milljónir manna hafa deilt á Facebook og 35 þúsund sett á Twitter-síðu sína. Listinn ber einfaldlega titilinn: "26 augnablik sem að endurnýjuðu trú okkar á manngæsku á árinu.“ 17.12.2012 10:12
Fundað um þinglok Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum núna klukkan tíu um þinglokin. Enn hefur ekki náðst samkomulag um þau en fundað var um málið um helgina en án árangurs. Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ljóst sé að fjárlögin þurfi að klárast fyrir áramót en önnur mál geti beðið fram á nýtt ár. 17.12.2012 09:47
Framhaldsskólakennurum með réttindi fjölgar stöðugt Alls höfðu 86,3% starfsmanna við kennslu í framhaldsskólum í nóvember í fyrra kennsluréttindi. Hlutfall kennara með kennsluréttindi hefur ekki verið svona hátt frá því að gagnasöfnun Hagstofunnar um starfsfólk í framhaldsskólum hófst fyrir rúmlega áratug. 17.12.2012 09:05
Hálka og snjóþekja víða á landinu Hálka eða hálkublettir eru víða bæði á Suður- og Vesturlandi, einkum í uppsveitum. 17.12.2012 07:19
Ungur maður tekinn við að stela úr bílum Lögreglan á Selfossi handtók í nótt ungan mann sem var að fara inn í bíla og stela ýmsu smálegu úr þeim. 17.12.2012 06:52
Löndunarbið á Vopnafirði um helgina Löndunarbið skapaðist á Vopnafirði um helgina þegar þjú stór loðnuskip komu þangað með farma, nánast samtímis. 17.12.2012 06:49
Víða hefur snjóað norðaustanlands Víða hefur snjóað norðaustanlands í nótt en þó ekki svo mikið að færð hafi spillst, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Það snjóaði til dæmis töluvert á Akureyri og er þar hálka á götum. 17.12.2012 06:47
Sundlaugavegur lokaður í dag Sundlaugavegur í Reykjavík verður lokaður á milli Reykjavegar og Dalbrautar frá klukkan níu til klukkan þrjú í dag vegna viðgerða á götunni. 17.12.2012 06:34
Mannréttindastofnun verður komið á fót Sjálfstæðri mannréttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðuneytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum. 17.12.2012 06:30
Vildi Hitler á frímerki en fékk ekki „Þetta er mjög vinsælt, en þetta er náttúrulega lúxusvara og það þarf að borga meira fyrir frímerkið,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, en hægt er að láta prenta frímerki eftir fjölskyldumyndum eða hvaða myndum sem verða vill. „Þetta gefur extra „töts“ á umslagið og gerir það persónulegra. Það er merkilegt að vera á frímerki.“ 17.12.2012 06:30
Formúlubílar, börn og dýr á frímerkin fólkEf marka má númerastandinn í pósthúsinu í Austurstræti eru frímerkjasafnarar burðarás í starfsemi Íslandspósts. Þar eru tveir valkostir í boði þegar númer er tekið fyrir þjónustu; almenn þjónusta og frímerkjasafnarar. 17.12.2012 06:30
Stærsta framkvæmd frá hruni boðin út "Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma,“ segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu. 17.12.2012 06:30
Tíminn verður notaður í frekara samráð Umhverfisráðherra hefur framlengt frest til að sækja um undanþágu frá ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar. Fresturinn átti að renna út um áramót en nú verður hægt að fá undanþágu til 15. apríl næstkomandi. 17.12.2012 06:30
Ríkinu hótað dómsmáli Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur brýnt fyrir íslenskum stjórnvöldum að ljúka við innleiðingu þriðju tilskipunar Evrópusambandsins gegn peningaþvætti. Verði ekki gerðar viðeigandi ráðstafanir innan tveggja mánaða verður farið með málið fyrir EFTA-dómstólinn. 17.12.2012 06:30