Fleiri fréttir

Fá mál afgreidd á þingi

Alls hefur ríkisstjórnin lagt fram 110 þingmál frá því þingstörf hófust í haus en aðeins 11 eru afgreidd.

Segir Glitni hafa verið betur tryggðan eftir viðskiptin

Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir:

Jón Ásgeir gaf Lárusi tilefni til að óttast um stöðu sína

Sérstakur saksóknari hefur undir höndum gögn sem benda til þess að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, tilefni til þess að óttast um stöðu sína innan Glitnis léti Lárus ekki að vilja hans. Þetta kemur fram í ákæru í Aurum málinu, þar sem fjórir menn eru ákærðir fyrir sex milljarða lánveitingu frá Glitni vegna kaupa á Aurum.

Sakaður um að hafa beitt starfsmenn Glitnis þrýstingi í Aurum-málinu

Með sex milljarða lánveitingu frá Glitni banka til að fjármagna kaup FS38 á 25,7% hlut Fons í Aurum Holding var áhættunni af kaupunum velt yfir á Glitni banka. Þetta kemur fram í ákæru sem sérstakur saksóknari gaf út fyrir helgi í Aurum málinu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánsins.

"Hommafælni er hatur"

„Við ættum ekki að líta á hommafælni sem ótta," segir Jón Gnarr.

Hálka víða á landinu

Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á landinu í dag og snjóþekja á Vestfjörðum og um austanvert land.

Telur gildi rammaáætlunar ógnað

Forseti ASÍ gagnrýnir það harðlega að ekki hafi verið farið eftir tillögum sérfræðinganefndar að rammaáætlun heldur hafi stjórnvöld breytt tillögunum eftir á.

Er milljónamæringur eftir kvöldið

Heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld og hlýtur í vinning tæplega fimm og hálfa milljón króna.

Áhugi á garðyrkjunámi eykst

Enginn hafði áhuga á að læra ylrækt fyrir nokkrum árum en nú hefur dæmið heldur betur snúist við því 12 nemendur eru í slíku námi í dag.

Þrír fluttir á slysadeild eftir fjallgöngu

Þrír voru fluttir slasaðir með sjúkrabíl á slysadeild eftir að þeir hrösuðu í göngu við Vatnshlíðarhorn, nærri Kleifarvatni. Hópur fólks var þar í göngu í morgun. Ekki er talið að meiðsl fólksins séu alvarleg og mun fólkið hafa komist sjálft niður fjallið og á bílaplan þar sem sjúkrabíll var til taks. Fjallabíll sjúkraliðsins var sendur af stað til aðstoðar en ekki reyndist nauðsynlegt að nota hann.

Búist við stormi syðst á landinu

Vaxandi vindur er suðaustan til, og má búast við stormi við syðst á landinu og suðaustan til í dag, einnig má búast við hvössum vindhviðum við fjöll, einkum í Öræfasveit og undir Eyjafjöllum í dag og fram á kvöld.

Útsölur bannaðar í Kringlunni fyrir jól

Samkvæmt innanhúsreglum Kringlunnar er óheimilt að halda útsölur í húsinu fyrir jólin. Útsölur eru einungis leyfðar á ákveðnum skilgreindum tímabilum.

Margir mynduðu sjónarspilið

Síðustu tvö kvöld hefur verið loftsteinaregn á austurhimni og lesendur Vísis hafa verið iðnir við að senda inn myndir af sjónarspilinu.

Kyrrstaða er ekki valkostur

Árni Páll Árnason sækist eftir formennsku í Samfylkingunni. Hann segir vinstri stjórn alltaf eiga að vera fyrsta valkost og vill umboð til breytinga. Jafnaðarmenn verði að hafa þrek til erfiðra ákvarðana.

Sextán virkjanir í orkunýtingarflokki

Síðari umræða um rammaáætlun hefur staðið dögum saman á Alþingi. Óvíst er um þingmeirihluta fyrir tillögunni og margir stjórnarliðar hafa gert fyrirvara við hana. Af 68 virkjanakostum fara aðeins 16 í orkunýtingarflokk en 20 í verndarflokk.

Ekki rætt um uppsagnir á Akureyri

Fjöldauppsagnir hafa ekki komið til tals hjá hjúkrunarfræðingum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA). Heiða Hringsdóttir, stjórnarformaður hjúkrunarráðs FSA, segir að ástandið meðal hjúkrunarfræðinga á Akureyri sé það sama og á Landspítala hvað niðurskurð varðar.

Langur aðdragandi gerir deilu erfiðari

Vonast er til að kjaradeila hjúkrunarfræðinga við Landspítalann leysist fyrir jól. Lausn mun þó ekki vera í sjónmáli. Fundir og einhvers konar viðræður eiga sér stað alla daga. Ljósmæður lýsa stuðningi við baráttu kvennastétta hjá ríkinu.

Aldrei fór ég suður fær húsaskjól

„Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart. Við höfðum ekki hugmynd um þetta,“ segir Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður.

Mið-Ísland heldur grínmessu

"Þarna verður allt í boði, meir að segja þýfi,“ segir Steindi Jr. sem ætlar ásamt Mið Íslandi að halda grínmessu nú fyrir jólin.

Sjá næstu 50 fréttir